Súkkulaði í vinnunni og fleiri góð ráð við syfju Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. júní 2020 11:00 Dökkt súkkulaði er sagt gott fyrir heilsuna og getur meðal annars hjálpað okkur þegar syfja sækir að okkur í vinnu. Vísir/Getty Það kannast allir við að finna stundum fyrir syfju í vinnunni. Ekki síst ef vinnan felst í því að þú situr við skrifborð eða tölvuskjá allan daginn. Auðvitað er mikilvægasta ráðið að tryggja sér góðan svefn, 7-9 klukkustundir á nóttu, þannig að þú sért úthvíld/ur. Stundum dugar góður nætursvefn samt ekki til. Okkur hreinlega syfjar þegar við sitjum við vinnu. Hér eru nokkur ráð sem gott er að grípa í á þessum augnablikum. 1. Stattu upp og hreyfðu þig oftar Það hressir okkur við að hreyfa okkur aðeins þannig að hvort sem það er að sækja einn kaffibolla, vatnsglas, fara á salernið eða taka sér hreinlega smá pásu með því að ganga um. Þegar þú finnur fyrir syfju er ágætis regla að standa upp. Skýringin á þessu er reyndar vísindaleg því ef við sitjum í sömu stellingunni lengi, hafa rannsóknir sýnt að líkaminn okkar fer í ákveðna svefnstöðu. 2. Prófaðu að hlusta á tónlist Margir nota tónlist oft og mikið í vinnu, stundum jafnvel til að einangra umhverfishljóð eða ná einbeitingu við verkefni. Rannsóknir hafa sýnt að það að hlusta á tónlist sem þér finnst skemmtileg er hressandi og gefur aukinn kraft. Þannig að ,,pop up the volume“ eins og sumir myndu segja. 3. Drekktu meira vatn Að syfja er oft vísbending um að líkamanum vantar meiri vökva. Að vera með vatnsbrúsa á borðinu er fínt ráð og ef ekki, þá er um að gera að standa upp og sækja sér vatnsglas til að þamba því það svo sannarlega hressir mann við ef syfjan hefur gert vart við sig. 4. Tyggjó Rannsóknir hafa sýnt að það að tyggja tyggjó hjálpar til við að halda okkur vakandi. Sumir nýta sér þetta ráð markvisst og fá sér til dæmis gott tyggja þegar síðdegissyfjan segir til sín í vinnunni. 5. Dökkt súkkulaði Hér kemur síðan ráðið sem margir munu halda hvað mest upp á en það er að fá sér smá súkkulaði til að hressa sig við! Við erum þó að tala um 70% dökkt súkkulaði en margar rannsóknir hafa sýnt að það getur haft jákvæð áhrif á heilsu, þ.m.t. hresst okkur við og gefið okkur orku. Muna samt að belgja sig ekki út af góða súkkulaðinu því 30% af því er fita. Veldu því gæðasúkkulaði sem er dökkt með 70% kakóinnihaldi eða meira og hafðu það nálægt þér við vinnu. Góðu ráðin Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Það kannast allir við að finna stundum fyrir syfju í vinnunni. Ekki síst ef vinnan felst í því að þú situr við skrifborð eða tölvuskjá allan daginn. Auðvitað er mikilvægasta ráðið að tryggja sér góðan svefn, 7-9 klukkustundir á nóttu, þannig að þú sért úthvíld/ur. Stundum dugar góður nætursvefn samt ekki til. Okkur hreinlega syfjar þegar við sitjum við vinnu. Hér eru nokkur ráð sem gott er að grípa í á þessum augnablikum. 1. Stattu upp og hreyfðu þig oftar Það hressir okkur við að hreyfa okkur aðeins þannig að hvort sem það er að sækja einn kaffibolla, vatnsglas, fara á salernið eða taka sér hreinlega smá pásu með því að ganga um. Þegar þú finnur fyrir syfju er ágætis regla að standa upp. Skýringin á þessu er reyndar vísindaleg því ef við sitjum í sömu stellingunni lengi, hafa rannsóknir sýnt að líkaminn okkar fer í ákveðna svefnstöðu. 2. Prófaðu að hlusta á tónlist Margir nota tónlist oft og mikið í vinnu, stundum jafnvel til að einangra umhverfishljóð eða ná einbeitingu við verkefni. Rannsóknir hafa sýnt að það að hlusta á tónlist sem þér finnst skemmtileg er hressandi og gefur aukinn kraft. Þannig að ,,pop up the volume“ eins og sumir myndu segja. 3. Drekktu meira vatn Að syfja er oft vísbending um að líkamanum vantar meiri vökva. Að vera með vatnsbrúsa á borðinu er fínt ráð og ef ekki, þá er um að gera að standa upp og sækja sér vatnsglas til að þamba því það svo sannarlega hressir mann við ef syfjan hefur gert vart við sig. 4. Tyggjó Rannsóknir hafa sýnt að það að tyggja tyggjó hjálpar til við að halda okkur vakandi. Sumir nýta sér þetta ráð markvisst og fá sér til dæmis gott tyggja þegar síðdegissyfjan segir til sín í vinnunni. 5. Dökkt súkkulaði Hér kemur síðan ráðið sem margir munu halda hvað mest upp á en það er að fá sér smá súkkulaði til að hressa sig við! Við erum þó að tala um 70% dökkt súkkulaði en margar rannsóknir hafa sýnt að það getur haft jákvæð áhrif á heilsu, þ.m.t. hresst okkur við og gefið okkur orku. Muna samt að belgja sig ekki út af góða súkkulaðinu því 30% af því er fita. Veldu því gæðasúkkulaði sem er dökkt með 70% kakóinnihaldi eða meira og hafðu það nálægt þér við vinnu.
Góðu ráðin Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira