Veiði

Fín veiði á Skagaheiði

Karl Lúðvíksson skrifar
Góð veiði í litlu heiðarvatni
Góð veiði í litlu heiðarvatni Mynd: KL
Vorið og fyrri partur sumarsins hefur verið frekar kaldur og það hefur aðeins dregið úr þeirri venjulegu aðsókn sem sum vötnin fá á þessum tíma.

Það eru samt veiðimenn sem láta hvorki kulda eða trekk nokkuð á sig fá og við erum reglulega að fá fréttir af veiði í aðstæðum sem ekkert allir nenna að standa í. Við höfum til dæmis frétt af ágætri veiði á Skagaheiði í frekar miklu roki og leiðindarveðri síðustu daga og þrátt fyrir slök skilyrði er verið að veiða væna fiska. Skagaheiðin er eitt af þessum vatnasvæðum sem á sinn fasta hóp unnenda líkt og Veiðivötn og Arnarvatnsheiði sem lætur slæmt veður ekki aftra för. Málið er nefnilega það að sum vötnin gefa oft fína veiði í leiðinlegu veðri og þetta þekkja þeir sem sem stunda hálendisveiðina mjög vel. 

Veiði er ekki hafin í Veiðivötnum eða á Arnarvatnsheiði og vegir ennþá ófærir eða í það minnsta mjög erfiðir yfirferðar. Þeir sem vilja komast í góða vatnaveiði fjarri mannabyggðum er bent á að kíkja á Skagaheiði en á sama tíma bent á að vera vel klæddir því spáin næstu daga segir að það gætu komið kaldir dagar inn á milli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.