Innlent

Ríkis­sátta­semjari boðar Icelandair og Flug­freyju­fé­lag Ís­lands til fundar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Samningarnefndir flugfreyja og Icelandair funda hjá Ríkissáttasemjara á miðvikudag.
Samningarnefndir flugfreyja og Icelandair funda hjá Ríkissáttasemjara á miðvikudag. Vísir/Vilhelm

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair á miðvikudaginn klukkan 14. Síðast komu samningsaðilar saman þann 20. maí en þar hafnaði flugfreyjufélagið „lokatilboði“ Icelandair sem fól í sér krónutöluhækkanir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun.

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að í ljós verði að koma á fundinum hver staðan sé. Ekki sé hægt að segja til um það hver tilboð samningsaðila verði að svo stöddu.

Á síðasta fundi sleit flugfreyjufélagið viðræðum og sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu eftir þann fund að í tilboði Icelandair fælist aukið vinnuframlag, allt frá 8 prósenta til 20 prósenta. „Það eru launahækkanir sem samræmast þó ekki almennum vinnumarkaði. Þetta eru of stórir bitar sem ekki er hægt að sætta sig við.“


Tengdar fréttir

Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní

„Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×