Innlent

Mjög mikið gekk á hjá lögreglunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Rúmlega hundrað mál rötuðu á borð lögreglunnar í nótt.
Rúmlega hundrað mál rötuðu á borð lögreglunnar í nótt. Vísir/Vilhelm

Mjög mikið gekk á hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Rúmlega hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni frá klukkan fimm í gær til fimm í morgun og þó þau hafi verið að ýmsum toga sneru flest þeirra að fólki undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Samkvæmt dagbók lögreglu komu nokkur heimilisofbeldismál inn á borð lögreglu, auk líkamsárása og hávaðakvartana. Þá þurftu lögregluþjónar að aðstoða ofurölvi fólk og fólk sem hafði lent í slysum og óhöppum.

Níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunar og/eða fíkniefnaakstur og tíu manns voru vistaðir í fangaklefum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×