Innlent

Sýna hversu langt er í næsta strætó

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Borgarstjóri var hinn ánægðasti þegar fyrsta skýli sinnar tegundar var ræst á Lækjartorgi í morgun.
Borgarstjóri var hinn ánægðasti þegar fyrsta skýli sinnar tegundar var ræst á Lækjartorgi í morgun. Vísir/baldur

Kveikt var á svokölluðum rauntímaupplýsingastrætóskýlum í dag. Þau sýna notendum biðstöðvarinnar hversu margar mínútur eru í næsta vagn. Þessu er ætlað að „eyða óvissu og bæta upplifun þeirra“ sem eru að bíða eftir vagni.

Upplýsingar um næstu strætisvagna birtast efst í LED-skýlunum.vísir/baldur

Rauntímaupplýsingarnar verða sýnilegar sem tvær línur efst á auglýsingaskjánum sem eru í þessum nýjustu strætóskýlum Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram hversu margar mínútur eru í næsta vagn.

Til stendur að gera þessar upplýsingar aðgengilegar í Strætó-appinu svo notendur þess geti nálgast rauntímaupplýsingarnar í hvaða biðstöð sem er.

Klippa: Dagur B galdrar fram rauntímaupplýsingar um Strætó

Nokkur fjöldi var viðstaddur þegar fyrsta skýlið var ræst á Lækartorgi í morgun, en um er að ræða eitt 56 LED-skýla í borginni. Þau birta öll rauntímaupplýsingar um stöðu strætisvagna frá og með deginum í dag.

Stefnt er að því að fjöldi skýla sem sýnir þessar upplýsingar verði um 100 fyrir árslok.

Fjöldi var viðstaddur þegar skýlið var tekið í notkun.Vísir/baldur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×