Erlent

Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga

Andri Eysteinsson skrifar
Frá mótmælum í Hong Kong.
Frá mótmælum í Hong Kong. Getty/Anthony Kwan

Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa lagt til mótmæltu lögunum á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum. BBC greinir frá.

Með lögunum sem er lagt bann við landráðum og uppreisnaráróðri í Hong Kong. Mikið ósætti hefur ríkt bæði á meðal lýðræðissinna í Hong Kong og erlendra stjórnmálamanna og hafa 200 stjórnmálamenn víðsvegar úr heiminum sent frá sér yfirlýsingu þar sem löggjöfin er harðlega gagnrýnd.

Segja þeir lögin vera árás á sjálfsstjórn Hong Kong og frelsi borgaranna.

Þúsundir grímuklæddra mótmælenda söfnuðust saman á götum úti og mótmæltu lögunum en 120 hafa verið handteknir en samkomubann er enn í gildi í Hong Kong.


Tengdar fréttir

Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong

Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×