Innlent

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja kjarasamning

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Slökkviliðið við æfingar.
Slökkviliðið við æfingar. Vísir/vilhelm

Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna við ríkið var samþykktur í dag.

Í tilkynningu frá sambandinu segir að kjörsókn hafi verið 70,73 prósent. 58,62 prósent sögðu já við kjarasamningnum, nei sögðu 37,93 prósent. 3,45 prósent tóku ekki afstöðu.

Samningurinn var lagður fyrir vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og byggður á lífskjarasamningnum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Áður höfðu félagsmenn samþykkt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×