Innlent

Umferðin að færast í sama horf og fyrir faraldur

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Rýmkun á samkomubanni hefur leitt til aukinnar umferðar á höfuðborgarsvæðinu
Rýmkun á samkomubanni hefur leitt til aukinnar umferðar á höfuðborgarsvæðinu

Í síðustu viku nálgaðist umferðin á höfuðborgarsvæðinu mjög þá umferð sem var á sama tíma fyrir ári. Tölur frá Vegagerðinni gefa þetta til kynna.

Að því er virðist leiðir rýmkun á samkomubanni vegna kórónuveirunnar hratt til aukningar í umferðinni. Í þremur lykilmælisniðum Vegagerðarinnar kemur fram að umferðin hefur aukist mjög samhliða rýmkun á samkomubanni. Samdráttur í umferðinni á milli ára er einungis rétt rúmlega fjögur prósent, ef síðasta vika er borin saman við sömu viku fyrir ári.

Samdrátturinn er mestur á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk eða rúmlega fjórtán prósent en minnstur er hann á Reykjanesbraut, við Dalveg í Kópavogi, eða 0,3%. Þannig má segja að umferðin á Reykjanesbrautinni sé að verða sú sama og hún var fyrir kórónuveirufaraldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×