Neytendur

J.C. Penney gjaldþrota

Sylvía Hall skrifar
Fyrirtækið var stofnað árið 1902.
Fyrirtækið var stofnað árið 1902. Vísir/Getty

Bandaríski smásölurisinn J.C. Penney hefur óskað eftir því að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Kórónuveirufaraldurinn sem veldur Covid-19 sjúkdóminn hefur leikið mörg fyrirtæki grátt og er J.C. Penney þar engin undantekning.

Yfir 80 þúsund manns starfa fyrir verslunarkeðjuna sem heldur úti 850 verslunum víðs vegar um Bandaríkin. Óskað var eftir gjaldþrotaskiptum í gær þar sem fyrirtækið sá ekki fram á að geta greitt skuldir sínar. Þetta er önnur risakeðjan sem fer í þrot á stuttum tíma en í síðasta mánuði sótti J Crew um gjaldþrotaskipti.

Í yfirlýsingu frá forstjóra J.C. Penney segir að kórónuveirufaraldurinn hafi haft óvæntar áskoranir í för með sér. Niðurstaðan sé starfsfólki þungbær og muni hafa áhrif á fjölskyldur um öll Bandaríkin.

J.C. Penney var stofnað í Wyoming árið 1902 af James Cash Penney. Hugmyndafræðin gekk út á lágt vöruverð og varð fljótt risi á markaði með öflugum vexti á 20. öld. Með tilkomu aukinnar netverslunar fór þó að halla undan fæti og hefur þurft að loka fjölmörgum verslunum undanfarin ár.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×