Innlent

Jónsi í Sigur Rós kominn með lyktarskynið aftur eftir Covid-19

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Jónsi missti lyktarskynið, en það, ásamt því að tapa bragðskyninu, er eitt af einkennum Covid-19.
Jónsi missti lyktarskynið, en það, ásamt því að tapa bragðskyninu, er eitt af einkennum Covid-19.

Jón Þór Birgisson tónlistarmaður, betur þekktur sem Jónsi í Sigur Rós, er búinn að ná sér af Covid-19 sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Þetta kemur fram á Twitter-síðu hans.

Jónsi starfar meðal annars við ilmvatnshönnun fyrir verslunina Fischer, sem rekin er af systrum hans. Því ætti hann að geta haldið áfram að sinna því starfi, þar sem lyktarskyn í lagi er jú ansi mikilvægt í þeim bransa.

„Ég er loksins kominn með lyktarskynið aftur eftir að hafa náð mér af veirunni,“ skrifar Jónsi á Twitter og birtir mynd af einni af uppáhalds ilmolíunum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×