Handbolti

Aron Rafn: Draumur að rætast hjá mér

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Aron Rafn fékk sína fyrstu reynslu af stórmóti í dag.
Aron Rafn fékk sína fyrstu reynslu af stórmóti í dag. mynd/vilhelm
"Þetta var eiginlega ekkert sérstakt. Þetta var bara hrikalega leiðinlegt," sagði markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og hló dátt. Hann spilaði í dag sinn fyrsta leik á stórmóti og átti ágæta innkomu.

"Að öllu gríni slepptu var þetta hrikalega gaman. Skemmtileg reynsla að fá 17 mínútur. Þetta var stuð," sagði Aron en honum leið vel er hann kom af bekknum.

"Mér leið furðuvel. Strákarnir eru búnir að hjálpa mér mikið og það var ekkert stress í mér. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu.

"Ég er búinn að æfa handbolta síðan ég var fjögurra ára og þetta hefur verið draumurinn síðan þá. Vonandi er minn landsliðsferill rétt að byrja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×