Spornar gegn kvíða með hugleiðslu heima og í vinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. maí 2020 09:00 Konráð Jónsson lögmaður fór að hafa áhuga á hugleiðslu eftir að hafa glímt við kvíða. Vísir/Vilhelm „Ég glímdi við kvíða frá unglingsaldri. Fyrir um áratug var ég sérstaklega slæmur af kvíða og þá ákvað ég að hitta sálfræðing, sem leiddi mig í sannleikann um það að kvíðinn minn stjórnast mikið til af hugsunum,“ segir Konráð Jónsson lögmaður hjá JSG lögmönnum aðspurður um það hvað kom til að hann fékk áhuga á hugleiðslu. Í kjölfar þess að hitta sálfræðinginn vaknaði áhuginn á hugleiðslu og fljótlega ákvað Konráð að hugleiða á hverjum degi. „Árið 2015 rak á fjörur mínar hugleiðsluforritið Headspace, sem ég ákvað að prófa. Þar er ég leiddur í gegnum nokkurra mínútna langa hugleiðsluæfingu en hver æfing byrjar á því að leiðbeinandinn ræðir stuttlega hugmyndina á bak við hugleiðslu,“ segir Konráð og bætir við „Ég ákvað að byrja að hugleiða daglega og gera mitt besta til að sleppa aldrei degi úr.“ Að sögn Konráðs er hægt að finna marga klukkutíma af hugleiðslu fyrir mismunandi verkefni í Headspace. Allt eftir því hvaða verkefni mannskepnan er að glíma við, svo sem svefn, líkamlegan sársauka, sorg, streitu og kvíða,“ segir Konráð. Til að sporna við kvíða segir Konráð til dæmis að hægt sé að hlusta á hugleiðslupakka sem er 30 dagar af tíu mínútna hugleiðsluæfingum þar sem fjallað er sérstaklega um kvíða. „Ég hef hlustað á þetta í samanlagt um 300 klukkustundir, í 1814 daga, næstum því fimm ár, án þess að sleppa degi úr,“ segir Konráð og bætir við Á heimili með fjögur lítil börn getur stundum verið erfitt að finna tíu mínútur í þetta, en það hjálpar að eiga skilningsríka eiginkonu að.“ Hugsanir eru bara hugsanir Konráð segir ákveðinn misskilning algengan að fólk telji að markmið hugleiðslu sé að róa hugann. Það sé hins vegar ekki markmiðið heldur frekar það að leyfa hugsunum sínum að koma og fara. Þannig á sá sem hugleiðir að líta á hugsanirnar úr fjarlægð og átta sig á eðli þeirra. Sem er þá það að þær eru bara hugsanir. Í mínum huga leikur enginn vafi á því að hugleiðsla hefur dregið úr kvíða og breytt því hvernig ég lít á hugsanir mínar. Kvíðinn hafði áður veruleg áhrif á líf mitt. Hann er stundum auðvitað enn til staðar, en hefur minnkað verulega,“ segir Konráð. Til frekari útskýringar tekur Konráð eftirfarandi dæmi: «Í Headspace er sú líking notuð að hugleiðandinn eigi að ímynda sér að hann sitji á bekk við fjölfarna umferðargötu og að bílarnir eigi að tákna hugsanir. «Í stað þess að stökkva á hvern bíl á hann mun frekar að sitja áfram á bekknum og fylgjast með. «Ómögulegt er að stöðva hvern og einn einasta bíl. Sjálfur hugleiðir Konráð bæði í vinnunni og heima fyrir og að hans mati er hugleiðsla í vinnunni af hinu góða. Fyrst og fremst eigi þó að hugsa um hugleiðslu á breiðari grunni og ýmiss önnur atriði skipta líka máli. „Það er engin spurning að fólk getur stundað hugleiðslu í vinnunni. Það er hins vegar mikilvægt að nálgast hugleiðslu á breiðari grunni,“ segir Konráð og bætir við „Hugleiðsla í daglegu lífi, innan vinnu sem utan, hefur keðjuverkandi áhrif. Góður svefn er grunnur að góðum vinnudegi. Hugleiðsla, sem kemur okkur í skilning um eðli hugsana okkar, getur bætt svefn, sem bætir svo aftur vinnudaginn.“ Konráð mælir með því að taka sér 15 mínútur í hlé frá vinnu og hugleiða.Vísir/Vilhelm Getur þú gefið fólki ráð um það hvernig það getur byrjað að hugleiða í vinnunni sem leið til að draga úr kvíða og spennu? „Gott er að taka sér um 15 mínútna pásu frá vinnu til að hugleiða. Best er að gera það með leiðsögn, til dæmis með forritum eins og Headspace, Calm eða öðru. Þeir sem geta ekki gefið sér 15 mínútur til að hugleiða í vinnunni geta byrjað á því utan vinnutíma en hægt er að nota þær aðferðir sem kenndar eru í hugleiðslunni í dagsins önn. Þannig þarf ekki nema að staldra við í um tíu sekúndur og æfa núvitundina. Hægt er að gera það nokkrum sinnum yfir daginn eða eins oft og mann lystir. Best er að hafa þögn í kringum sig við hugleiðslu en þögnin er eins og hjálpardekk, hún er ekki nauðsynleg. Þannig er hægt að hugleiða í opnu vinnurými en það er erfiðara, sérstaklega fyrir byrjendur. Því getur verið skynsamlegt að fara afsíðis. Þá segir Konráð mikilvægt að fólk kynni sér málin. „Það er mikilvægt að afla sér þekkingar um hugleiðslu með þeim forritum sem ég hef nefnt eða með því að lesa bækur, svo sem Mindfulness in Plain English eftir Henepola Gunaratana,“ segir Konráð. Góðu ráðin Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Sjá meira
„Ég glímdi við kvíða frá unglingsaldri. Fyrir um áratug var ég sérstaklega slæmur af kvíða og þá ákvað ég að hitta sálfræðing, sem leiddi mig í sannleikann um það að kvíðinn minn stjórnast mikið til af hugsunum,“ segir Konráð Jónsson lögmaður hjá JSG lögmönnum aðspurður um það hvað kom til að hann fékk áhuga á hugleiðslu. Í kjölfar þess að hitta sálfræðinginn vaknaði áhuginn á hugleiðslu og fljótlega ákvað Konráð að hugleiða á hverjum degi. „Árið 2015 rak á fjörur mínar hugleiðsluforritið Headspace, sem ég ákvað að prófa. Þar er ég leiddur í gegnum nokkurra mínútna langa hugleiðsluæfingu en hver æfing byrjar á því að leiðbeinandinn ræðir stuttlega hugmyndina á bak við hugleiðslu,“ segir Konráð og bætir við „Ég ákvað að byrja að hugleiða daglega og gera mitt besta til að sleppa aldrei degi úr.“ Að sögn Konráðs er hægt að finna marga klukkutíma af hugleiðslu fyrir mismunandi verkefni í Headspace. Allt eftir því hvaða verkefni mannskepnan er að glíma við, svo sem svefn, líkamlegan sársauka, sorg, streitu og kvíða,“ segir Konráð. Til að sporna við kvíða segir Konráð til dæmis að hægt sé að hlusta á hugleiðslupakka sem er 30 dagar af tíu mínútna hugleiðsluæfingum þar sem fjallað er sérstaklega um kvíða. „Ég hef hlustað á þetta í samanlagt um 300 klukkustundir, í 1814 daga, næstum því fimm ár, án þess að sleppa degi úr,“ segir Konráð og bætir við Á heimili með fjögur lítil börn getur stundum verið erfitt að finna tíu mínútur í þetta, en það hjálpar að eiga skilningsríka eiginkonu að.“ Hugsanir eru bara hugsanir Konráð segir ákveðinn misskilning algengan að fólk telji að markmið hugleiðslu sé að róa hugann. Það sé hins vegar ekki markmiðið heldur frekar það að leyfa hugsunum sínum að koma og fara. Þannig á sá sem hugleiðir að líta á hugsanirnar úr fjarlægð og átta sig á eðli þeirra. Sem er þá það að þær eru bara hugsanir. Í mínum huga leikur enginn vafi á því að hugleiðsla hefur dregið úr kvíða og breytt því hvernig ég lít á hugsanir mínar. Kvíðinn hafði áður veruleg áhrif á líf mitt. Hann er stundum auðvitað enn til staðar, en hefur minnkað verulega,“ segir Konráð. Til frekari útskýringar tekur Konráð eftirfarandi dæmi: «Í Headspace er sú líking notuð að hugleiðandinn eigi að ímynda sér að hann sitji á bekk við fjölfarna umferðargötu og að bílarnir eigi að tákna hugsanir. «Í stað þess að stökkva á hvern bíl á hann mun frekar að sitja áfram á bekknum og fylgjast með. «Ómögulegt er að stöðva hvern og einn einasta bíl. Sjálfur hugleiðir Konráð bæði í vinnunni og heima fyrir og að hans mati er hugleiðsla í vinnunni af hinu góða. Fyrst og fremst eigi þó að hugsa um hugleiðslu á breiðari grunni og ýmiss önnur atriði skipta líka máli. „Það er engin spurning að fólk getur stundað hugleiðslu í vinnunni. Það er hins vegar mikilvægt að nálgast hugleiðslu á breiðari grunni,“ segir Konráð og bætir við „Hugleiðsla í daglegu lífi, innan vinnu sem utan, hefur keðjuverkandi áhrif. Góður svefn er grunnur að góðum vinnudegi. Hugleiðsla, sem kemur okkur í skilning um eðli hugsana okkar, getur bætt svefn, sem bætir svo aftur vinnudaginn.“ Konráð mælir með því að taka sér 15 mínútur í hlé frá vinnu og hugleiða.Vísir/Vilhelm Getur þú gefið fólki ráð um það hvernig það getur byrjað að hugleiða í vinnunni sem leið til að draga úr kvíða og spennu? „Gott er að taka sér um 15 mínútna pásu frá vinnu til að hugleiða. Best er að gera það með leiðsögn, til dæmis með forritum eins og Headspace, Calm eða öðru. Þeir sem geta ekki gefið sér 15 mínútur til að hugleiða í vinnunni geta byrjað á því utan vinnutíma en hægt er að nota þær aðferðir sem kenndar eru í hugleiðslunni í dagsins önn. Þannig þarf ekki nema að staldra við í um tíu sekúndur og æfa núvitundina. Hægt er að gera það nokkrum sinnum yfir daginn eða eins oft og mann lystir. Best er að hafa þögn í kringum sig við hugleiðslu en þögnin er eins og hjálpardekk, hún er ekki nauðsynleg. Þannig er hægt að hugleiða í opnu vinnurými en það er erfiðara, sérstaklega fyrir byrjendur. Því getur verið skynsamlegt að fara afsíðis. Þá segir Konráð mikilvægt að fólk kynni sér málin. „Það er mikilvægt að afla sér þekkingar um hugleiðslu með þeim forritum sem ég hef nefnt eða með því að lesa bækur, svo sem Mindfulness in Plain English eftir Henepola Gunaratana,“ segir Konráð.
Góðu ráðin Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Sjá meira