Gengi Norwegian féll um rúmlega helming á tíu mínútum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2020 09:09 Það er óskandi að lending þessarar vélar Norwegian Air hafi ekki verið í líkingu við skellinn sem félagið fékk í kauphöllinni í morgun. Getty/Simon Dawson Aðeins örfáum mínútum eftir opnun markaða í morgun hafði hlutabréfaverð í flugfélaginu Norwegian Air fallið um rúmlega 60 prósent. Síðan þá hafa bréfin þó rétt úr kútnum og nemur fallið ríflega þriðjungi sem stendur. Hrunið kom greinendum lítið á óvart því stjórnendur flugfélagsins höfðu tilkynnt um björgunaraðgerðir fyrir páska sem taldar voru ólíklegar til vinsælda. Það sem helst stendur í hluthöfum eru hugmyndir um að breyta rúmlega 600 milljarða króna skuldum Norwegian Air í hlutafé - og fyrir vikið þynna hressilega út hlut núverandi hluthafa. Eftir áhlaup morgunsins stendur virði flugfélagsins í ríflega 7 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að virði Icelandair er nú um 18 milljarðar króna. Meðal þeirra sem hafa losað sig við stóra hluti í Norwegian Air á síðustu vikum eru Bjørn Kjos, stofnandi og fyrrverandi forstjóri félagsins, auk Bjørn Kise sem er fyrrverandi stjórnarformaður flugfélagsins. Norwegian Air hefur þurft, eins og mörg önnur flugfélög, að grípa til ýmissa blóðugra ráðstafana til að halda flugi í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Til að mynda tilkynntu stjórnendur félagsins fyrir rétt tæpum mánuði að 7300 starfsmönnum yrði sagt upp tímabundið, eða í kringum 90 prósent alls starfsmannahópsins. Norwegian Air hafði þó átt í erfiðleikum fyrir útbreiðslu veirunnar. Þannig hafði hlutabréfaverð í félaginu fallið um 78% frá áramótum fyrir daginn í dag, en fall annarra stórra evrópskra flugfélaga nemur á bilinu 30 til 60 prósent. Hlutabréfaverð hefur til að mynda lækkað um 55 prósent í Icelandair frá upphafi árs. Fréttir af flugi Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Aðeins örfáum mínútum eftir opnun markaða í morgun hafði hlutabréfaverð í flugfélaginu Norwegian Air fallið um rúmlega 60 prósent. Síðan þá hafa bréfin þó rétt úr kútnum og nemur fallið ríflega þriðjungi sem stendur. Hrunið kom greinendum lítið á óvart því stjórnendur flugfélagsins höfðu tilkynnt um björgunaraðgerðir fyrir páska sem taldar voru ólíklegar til vinsælda. Það sem helst stendur í hluthöfum eru hugmyndir um að breyta rúmlega 600 milljarða króna skuldum Norwegian Air í hlutafé - og fyrir vikið þynna hressilega út hlut núverandi hluthafa. Eftir áhlaup morgunsins stendur virði flugfélagsins í ríflega 7 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að virði Icelandair er nú um 18 milljarðar króna. Meðal þeirra sem hafa losað sig við stóra hluti í Norwegian Air á síðustu vikum eru Bjørn Kjos, stofnandi og fyrrverandi forstjóri félagsins, auk Bjørn Kise sem er fyrrverandi stjórnarformaður flugfélagsins. Norwegian Air hefur þurft, eins og mörg önnur flugfélög, að grípa til ýmissa blóðugra ráðstafana til að halda flugi í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Til að mynda tilkynntu stjórnendur félagsins fyrir rétt tæpum mánuði að 7300 starfsmönnum yrði sagt upp tímabundið, eða í kringum 90 prósent alls starfsmannahópsins. Norwegian Air hafði þó átt í erfiðleikum fyrir útbreiðslu veirunnar. Þannig hafði hlutabréfaverð í félaginu fallið um 78% frá áramótum fyrir daginn í dag, en fall annarra stórra evrópskra flugfélaga nemur á bilinu 30 til 60 prósent. Hlutabréfaverð hefur til að mynda lækkað um 55 prósent í Icelandair frá upphafi árs.
Fréttir af flugi Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira