Innlent

Vegir víða lokaðir vegna veðurs

Sylvía Hall skrifar
Lítið sem ekkert ferðaveður er á landinu.
Lítið sem ekkert ferðaveður er á landinu.

Mikið er um lokanir á vegum á Suðvesturlandi vegna veðurs og er búið að loka veginum um Kjalarnes, á Suðurnesjum, Reykjanesbraut, Hellisheiði, Þrengslum og Suðurstrandarvegi. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Þá er ekkert ferðaveður á Suðurlandi vegna hvassviðris og snjókomu eða skafrennings og skyggni afar slæmt.

Appelsínugul viðvörun vegna veðurs er í gildi við Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir og Norðurland vestra. Mjög snarpar vindhviður eru við fjöll og er brýnt fyrir fólki á vef Veðurstofunnar að vera ekki að ferðast á meðan viðvörunin er í gildi.

Vesturlandsvegur við Esjumela. Vegurinn lokaður og fjölmargir í röð sem bíða eftir að komast leiðar sinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×