Atvinnulíf

Jákvæðni í atvinnuleysi eða á hlutabótum

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Það er án efa hægara sagt en gert að halda í jákvæðnina þegar atvinnuleysi blasir við en það hjálpar samt mikið að reyna það eins og hægt er.
Það er án efa hægara sagt en gert að halda í jákvæðnina þegar atvinnuleysi blasir við en það hjálpar samt mikið að reyna það eins og hægt er. Vísir/Getty

Það er án efa hægara sagten gert að halda í jákvæðnina nú þegar atvinnuleysi blasir við eða óvissa með hvað tekur við þegar hlutabótasamningi lýkur. Það að reyna að vera jákvæður hjálpar samt mikið til, spornar við streitu og vanlíðan og heldur orkunni okkar uppi. Stundum hjálpar jákvæðnin okkur líka við að sjá tækifæri sem við hefðum annars ekki komið auga á.

Hér eru fimm ráð sem geta hjálpað.

1. Að viðhalda daglegri rútínu

Það skiptir engu máli hvar manni ber niður í góðum ráðum í atvinnuleysi, þetta atriði er alltaf eitt af því sem telst hvað mikilvægast, þ.e. að vakna á morgnana á sama tíma, klæða sig og fara inn í daginn eins og þú sért í rauninni í vinnu.

2. Aðgerðaráætlun atvinnuleitar

Þótt atvinnuleysi sé mikið nú um stundir eða óvíst enn þá hvort þú fáir gamla starfið þitt aftur, er gott að setja sig strax í stellingar með það hvernig þú sérð fyrir þér að standa í atvinnuleit. Hvernig myndir þú standa að þessu?

3. Jákvæðu eiginleikarnir þínir

Útbúðu lista þar sem þú skrifar niður styrkleikana þína. Þeir geta verið tengdir vinnu eða persónulegu lífi og ekki verra að skrifa niður nokkur atriði sem þú hefur afrekað og ert stolt/ur af.

4. Hverju getur þú (ekki) stjórnað?

Ekki eyða orkunni í mál sem þú hefur enga stjórn á því það skiptir engu máli hversu mikið þú hugsar um þau eða hefur áhyggjur af þeim, ef aðstæður eru ekki í þínum höndum að hafa áhrif á skaltu reyna að forðast að hugsa um þau atriði. Einbeittu þér að því sem þú hefur stjórn á sjálf/ur.

5. Þér að líða eins og þér líður

Það er lykilatriði að leyfa sér að upplifa þann tilfinningarússibana sem fylgir atvinnumissi eða óvissu um atvinnu. Nú er um að nýta tengslanet vina og vandamanna eða leita aðstoðar ef þér líður þannig að þú þurfir hjálp við að takast á við tilfinningarnar eða hefur þörf á að tala um hvernig þér líður og létta á þér þannig. Það eru margir í sömu stöðu og þú og staðan þín ekkert feimnismál.


Tengdar fréttir

Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“

Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg.

Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi

Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×