Jákvæðni í atvinnuleysi eða á hlutabótum Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. maí 2020 11:00 Það er án efa hægara sagt en gert að halda í jákvæðnina þegar atvinnuleysi blasir við en það hjálpar samt mikið að reyna það eins og hægt er. Vísir/Getty Það er án efa hægara sagten gert að halda í jákvæðnina nú þegar atvinnuleysi blasir við eða óvissa með hvað tekur við þegar hlutabótasamningi lýkur. Það að reyna að vera jákvæður hjálpar samt mikið til, spornar við streitu og vanlíðan og heldur orkunni okkar uppi. Stundum hjálpar jákvæðnin okkur líka við að sjá tækifæri sem við hefðum annars ekki komið auga á. Hér eru fimm ráð sem geta hjálpað. 1. Að viðhalda daglegri rútínu Það skiptir engu máli hvar manni ber niður í góðum ráðum í atvinnuleysi, þetta atriði er alltaf eitt af því sem telst hvað mikilvægast, þ.e. að vakna á morgnana á sama tíma, klæða sig og fara inn í daginn eins og þú sért í rauninni í vinnu. 2. Aðgerðaráætlun atvinnuleitar Þótt atvinnuleysi sé mikið nú um stundir eða óvíst enn þá hvort þú fáir gamla starfið þitt aftur, er gott að setja sig strax í stellingar með það hvernig þú sérð fyrir þér að standa í atvinnuleit. Hvernig myndir þú standa að þessu? 3. Jákvæðu eiginleikarnir þínir Útbúðu lista þar sem þú skrifar niður styrkleikana þína. Þeir geta verið tengdir vinnu eða persónulegu lífi og ekki verra að skrifa niður nokkur atriði sem þú hefur afrekað og ert stolt/ur af. 4. Hverju getur þú (ekki) stjórnað? Ekki eyða orkunni í mál sem þú hefur enga stjórn á því það skiptir engu máli hversu mikið þú hugsar um þau eða hefur áhyggjur af þeim, ef aðstæður eru ekki í þínum höndum að hafa áhrif á skaltu reyna að forðast að hugsa um þau atriði. Einbeittu þér að því sem þú hefur stjórn á sjálf/ur. 5. Þér að líða eins og þér líður Það er lykilatriði að leyfa sér að upplifa þann tilfinningarússibana sem fylgir atvinnumissi eða óvissu um atvinnu. Nú er um að nýta tengslanet vina og vandamanna eða leita aðstoðar ef þér líður þannig að þú þurfir hjálp við að takast á við tilfinningarnar eða hefur þörf á að tala um hvernig þér líður og létta á þér þannig. Það eru margir í sömu stöðu og þú og staðan þín ekkert feimnismál. Vinnumarkaður Góðu ráðin Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Það er án efa hægara sagten gert að halda í jákvæðnina nú þegar atvinnuleysi blasir við eða óvissa með hvað tekur við þegar hlutabótasamningi lýkur. Það að reyna að vera jákvæður hjálpar samt mikið til, spornar við streitu og vanlíðan og heldur orkunni okkar uppi. Stundum hjálpar jákvæðnin okkur líka við að sjá tækifæri sem við hefðum annars ekki komið auga á. Hér eru fimm ráð sem geta hjálpað. 1. Að viðhalda daglegri rútínu Það skiptir engu máli hvar manni ber niður í góðum ráðum í atvinnuleysi, þetta atriði er alltaf eitt af því sem telst hvað mikilvægast, þ.e. að vakna á morgnana á sama tíma, klæða sig og fara inn í daginn eins og þú sért í rauninni í vinnu. 2. Aðgerðaráætlun atvinnuleitar Þótt atvinnuleysi sé mikið nú um stundir eða óvíst enn þá hvort þú fáir gamla starfið þitt aftur, er gott að setja sig strax í stellingar með það hvernig þú sérð fyrir þér að standa í atvinnuleit. Hvernig myndir þú standa að þessu? 3. Jákvæðu eiginleikarnir þínir Útbúðu lista þar sem þú skrifar niður styrkleikana þína. Þeir geta verið tengdir vinnu eða persónulegu lífi og ekki verra að skrifa niður nokkur atriði sem þú hefur afrekað og ert stolt/ur af. 4. Hverju getur þú (ekki) stjórnað? Ekki eyða orkunni í mál sem þú hefur enga stjórn á því það skiptir engu máli hversu mikið þú hugsar um þau eða hefur áhyggjur af þeim, ef aðstæður eru ekki í þínum höndum að hafa áhrif á skaltu reyna að forðast að hugsa um þau atriði. Einbeittu þér að því sem þú hefur stjórn á sjálf/ur. 5. Þér að líða eins og þér líður Það er lykilatriði að leyfa sér að upplifa þann tilfinningarússibana sem fylgir atvinnumissi eða óvissu um atvinnu. Nú er um að nýta tengslanet vina og vandamanna eða leita aðstoðar ef þér líður þannig að þú þurfir hjálp við að takast á við tilfinningarnar eða hefur þörf á að tala um hvernig þér líður og létta á þér þannig. Það eru margir í sömu stöðu og þú og staðan þín ekkert feimnismál.
Vinnumarkaður Góðu ráðin Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00
Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00