Handbolti

Kiel heldur áfram að valta yfir andstæðinga sína

NordicPhotos/GettyImages

Alfreð Gíslason og félagar í Kiel unnu í dag fjórtánda leik sinn í röð í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta þegar þeir rótburstuðu Essen 43-23.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir Löwen sem lagði Dormagen auðveldlega á útivelli 35-23.

Lemgo lagði Minden 24-21 en þar var Logi Geirsson ekki með Lemgo og Vignir Svavarsson komst ekki á blað í markaskorun. Gylfi Gylfason skoraði 5 mörk fyrir Minden og Ingimundur Ingimundarson 1.

Nordhorn vann loks nauman sigur á Flensburg 31-30. Alexander Petersson var ekki með Flensburg eftir sem áður vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×