Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður bjóði óverðtryggð lán

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Páll Árnason tók við skýrslunni í dag. Mynd/ GVA.
Árni Páll Árnason tók við skýrslunni í dag. Mynd/ GVA.
Það þarf að tryggja fjölbreyttara framboð á óverðtryggðum lánum og skuldabréfum, meðal annars með því að Íbúðalánasjóður bjóði upp á óverðtryggð húsnæðislán. Þetta er mat nefndar um verðtryggingu sem skilaði efnahags- og viðskiptaráðherra skýrslu um verðtryggingu í dag.

Nefndin telur að auka megi framboð á óverðtryggðum lánum með útgáfu ríkissjóðs og Íbúðalánasjóðs á óverðtryggðum skuldabréfum og að Íbúðalánasjóður bjóði upp á óverðtryggð húsnæðislán. Hvatt verði til sparnaðar vegna kaupa á fasteign og búseturétti.

Nefndin telur jafnframt mikilvægt að efla fjármálalæsi almennings, efla upplýsingamiðlun við sparnað og lántöku og efla neytendavernd til að sporna gegn ofskuldsetningu og áhættu tengda ólíkum lánaformum. Í verðtryggingarnefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis, auk áheyrnarfulltrúa frá Seðlabanka Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×