Viðskipti innlent

Atvinnulausum í lengur en hálft ár fer fjölgandi

Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði er nú 8.348 og fjölgar um 159 frá lokum mars og er um 59% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá í lok apríl.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunnar um atvinnuleysið í apríl. Hinsvegar hefur þeim sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár fækkað úr 4.837 í lok mars í 4.801 í lok apríl.

Alls voru 2.523 á aldrinum 16‐24 ára atvinnulausir í lok apríl en 2.741 í lok mars eða um 18% allra atvinnulausra í apríl og fækkar um 218 frá því í mars. Í apríl í fyrra var fjöldi atvinnulausra ungmenna 3.024 og fækkar þeim því töluvert milli ára.

Alls voru 2.240 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok apríl, þar af 1.341 Pólverjar eða um 60% þeirra útlendinga sem voru á skrá í lok mánaðarins. Langflestir atvinnulausra erlendra ríkisborgara voru starfandi í byggingariðnaði eða 480.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×