Viðskipti innlent

Viðræður um fjármögnun Hverahlíðarvirkjunar að hefjast

Landssamtök lífeyrissjóða hafa skipað viðræðuhóp til að ræða við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um aðkomu sjóðanna að virkjunarframkvæmdum við Hverahlíðarvirkjun. Formlegar viðræður milli þessara aðila munu hefjast á næstu dögum.

Viðræðuhópurinn var skipaður í þessari viku og er Sigurbjörn Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda formaður hans.

Arnar Sigurmundsson formaður landssamtakanna segir að í fyrstu verði um könnunarviðræður að ræða og ræðst svo framhaldið af niðurstöðunni úr þeim.

Eins og áður hefur komið fram í fréttum samþykktu Landssamtök lífeyrissjóða í mars s.l. að kanna hugsanlega aðkomu lífeyrissjóða að eignarhaldi og/eða fjármögnun á fyrirhugaðri Hverahlíðarvirkjun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×