Stólaleikur á vinnumarkaði Lars Christensen skrifar 15. júní 2016 10:00 Nýlega var mánaðarleg vinnumarkaðsskýrsla fyrir Bandaríkin gefin út. Hún olli beiskum vonbrigðum. Þannig jókst atvinna um aðeins 38 þúsund störf í maí. Búist hafði verið við aukningu um 162 þúsund störf, og það var jafnslæmt að atvinnutölurnar voru endurskoðaðar niður á við fyrir mars og apríl. Segja má, á einfaldan hátt, að tveir þættir ákvarði síendurteknar sveiflur á bandarískum vinnumarkaði. Í fyrsta lagi eftirspurnarleitni í hagkerfinu og í öðru lagi þróun kostnaðar. Kostnaðarþróun ákvarðast af launahækkunum og framleiðniaukningu. Bandaríski hagfræðingurinn og bloggarinn Scott Sumner kallar þetta stólaleiksmódelið. Í módeli Sumners fyrir bandaríska vinnumarkaðinn lítur hann á muninn á hækkun nafnlauna („kostnaður“) og hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu (eftirspurn). Það er skoðun Sumners að þegar launahækkanir eru umfram hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu muni atvinnuleysi aukast. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandarískum vinnumarkaði síðustu 20 ár sjáum við að stólaleiksmódelið hentar vel til þess að útskýra sveiflurnar á atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Tökum 2008-9 sem dæmi. Nafnvirði vergrar landsframleiðslu hrundi þegar kreppan reið yfir, og þótt hægt hafi á launahækkunum hægði í fyrstu mun minna á launahækkunum en sem nam lækkuninni á nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Afleiðingin varð sú að atvinnuleysi rauk upp. En þegar Seðlabankinn hóf að slaka á peningamálastefnunni 2009-10 byrjaði eftirspurnin að ná sér á strik á meðan enn hægði á launahækkunum. Við þetta byrjaði atvinnuleysi í Bandaríkjunum að minnka og sú þróun hefur haldið áfram til dagsins í dag. En undanfarið hefur orðið breyting. Seðlabankinn fór að herða peningamálastefnu sína – magnbundinni íhlutun er hætt, dollarinn hefur styrkst og stýrivextir hafa verið hækkaðir. Afleiðingin er sú að hægt hefur á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, en á sama tíma hafa launahækkanir í Bandaríkjunum byrjað að aukast. Þetta er ekki stórbrotin breyting en það er enginn vafi á því hver tilhneigingin er og því ætti það ekki að koma á óvart að við erum nú farin að sjá merki um samdrátt á bandaríska vinnumarkaðnum. Reyndar gæti það komið sumum á óvart að þessi samdráttur skuli ekki hafa hafist fyrr en núna. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem við sjáum núna. Í fyrsta lagi hefur peningamálastefnan verið hert meira en áður var búist við og því höfðu bandarískir atvinnurekendur og verkalýðsfélög gert bjartsýnislega kjarasamninga (miðað við raunverulega eftirspurnarþróun). Í öðru lagi höfum við einnig séð tilhneigingu, bæði á einstökum stöðum og á landsvísu, til að hækka lágmarkslaunin. Niðurstaðan er sú að til verði að koma hófsemi í launum eða að Seðlabankinn snúi við „aðhaldsstefnu“ sinni. Annars munum við fljótlega sjá atvinnuleysi í Bandaríkjunum aukast. Lars Christensen Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Nýlega var mánaðarleg vinnumarkaðsskýrsla fyrir Bandaríkin gefin út. Hún olli beiskum vonbrigðum. Þannig jókst atvinna um aðeins 38 þúsund störf í maí. Búist hafði verið við aukningu um 162 þúsund störf, og það var jafnslæmt að atvinnutölurnar voru endurskoðaðar niður á við fyrir mars og apríl. Segja má, á einfaldan hátt, að tveir þættir ákvarði síendurteknar sveiflur á bandarískum vinnumarkaði. Í fyrsta lagi eftirspurnarleitni í hagkerfinu og í öðru lagi þróun kostnaðar. Kostnaðarþróun ákvarðast af launahækkunum og framleiðniaukningu. Bandaríski hagfræðingurinn og bloggarinn Scott Sumner kallar þetta stólaleiksmódelið. Í módeli Sumners fyrir bandaríska vinnumarkaðinn lítur hann á muninn á hækkun nafnlauna („kostnaður“) og hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu (eftirspurn). Það er skoðun Sumners að þegar launahækkanir eru umfram hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu muni atvinnuleysi aukast. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandarískum vinnumarkaði síðustu 20 ár sjáum við að stólaleiksmódelið hentar vel til þess að útskýra sveiflurnar á atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Tökum 2008-9 sem dæmi. Nafnvirði vergrar landsframleiðslu hrundi þegar kreppan reið yfir, og þótt hægt hafi á launahækkunum hægði í fyrstu mun minna á launahækkunum en sem nam lækkuninni á nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Afleiðingin varð sú að atvinnuleysi rauk upp. En þegar Seðlabankinn hóf að slaka á peningamálastefnunni 2009-10 byrjaði eftirspurnin að ná sér á strik á meðan enn hægði á launahækkunum. Við þetta byrjaði atvinnuleysi í Bandaríkjunum að minnka og sú þróun hefur haldið áfram til dagsins í dag. En undanfarið hefur orðið breyting. Seðlabankinn fór að herða peningamálastefnu sína – magnbundinni íhlutun er hætt, dollarinn hefur styrkst og stýrivextir hafa verið hækkaðir. Afleiðingin er sú að hægt hefur á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, en á sama tíma hafa launahækkanir í Bandaríkjunum byrjað að aukast. Þetta er ekki stórbrotin breyting en það er enginn vafi á því hver tilhneigingin er og því ætti það ekki að koma á óvart að við erum nú farin að sjá merki um samdrátt á bandaríska vinnumarkaðnum. Reyndar gæti það komið sumum á óvart að þessi samdráttur skuli ekki hafa hafist fyrr en núna. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem við sjáum núna. Í fyrsta lagi hefur peningamálastefnan verið hert meira en áður var búist við og því höfðu bandarískir atvinnurekendur og verkalýðsfélög gert bjartsýnislega kjarasamninga (miðað við raunverulega eftirspurnarþróun). Í öðru lagi höfum við einnig séð tilhneigingu, bæði á einstökum stöðum og á landsvísu, til að hækka lágmarkslaunin. Niðurstaðan er sú að til verði að koma hófsemi í launum eða að Seðlabankinn snúi við „aðhaldsstefnu“ sinni. Annars munum við fljótlega sjá atvinnuleysi í Bandaríkjunum aukast.
Lars Christensen Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira