Handbolti

Alexander: Dagur er ótrúlega yfirvegaður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Berlín skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Alexander Petersson segir það gott að spila fyrir þjálfara eins og Dag Sigurðsson hjá Füchse Berlin.

„Hann er mjög góður í sínu starfi og ég á von á því að hann verði áfram í Berlín næstu 3-4 árin, þó svo að hlutirnir geti verið mjög fljótir að breytast hjá þjálfurum."

Það er fátt sem kemur Degi úr jafnvægi, þótt mikið gangi á í leikjunum. „Ég skil reyndar ekki hvernig hann fer að því að vera svona rólegur og yfirvegaður," segir Alexander og brosir. „Hann er alltaf með ákveðið plan í huga og gleymir til að mynda aldrei skiptingum. Hann er alveg með þetta," bætir hann við.

Dagur á það þó til að reiðast ef honum finnst á sér eða liði hans brotið. „Það er alveg til í honum líka en það er þá gott að vera með honum í liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×