Tengslamyndun: Eftirsóknarverðustu eiginleikarnir Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 08:45 Hvernig upplifir fólk þig þegar þú hittir það? Vísir/Getty Margir vilja efla tengslanetið sitt í þágu vinnunnar. Tengja sig við rétta hópa fólks eða taka þátt í félagsstarfi sem tengist þeim geira sem viðkomandi starfar í. En hvernig ber maður sig að við tengslamyndunina? Metsöluhöfundurinn Dr.Ivan Misner er einn þeirra sem hefur sérhæft sig þessum fræðum. Misner er stofnandi BNI í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í markaðstengdum fyrirtækjatengslanetum og er auk þess höfundur bókarinnar ,,Networking Like a Pro.“ Að hans sögn eru einkum sjö ráð sem virka vel. Þau tók hann saman eftir að hafa unnið rannsókn þar sem hann safnaði saman svörum tæplega 3.400 einstaklinga sem starfa í viðskiptum víðs vegar um heiminn. Það sem Misner gerði var að lista upp 20 eiginleika um hegðun, viðhorf eða framkomu. Hann bað þátttakendur rannsóknarinnar að velja þá eiginleika sem þeim fellur best við þegar fólk kynnir sig fyrir þeim. Niðurstaðan hans var eftirfarandi. 1. Vertu góður hlustandi. Hlustaðu vel á þann sem þú talar við og sýndu því áhuga sem þér er sagt. 2. Jákvæðni. Að vera jákvæður er eitthvað sem við tengjum stundum við útgeislun fólks til viðbótar við það hvernig það talar og kemur fram. 3. Þjónustulund. Misner segir að í raun hafi fólk ekki áhuga á því hversu mikið þú veist nema það sé auðséð að þú hafir áhuga á að þjónusta vel. 4. Einlægni. Þetta er eiginleiki sem þarf að vera alvöru segir Misner því það er ekki nóg að vera góður hlustandi, jákvæður og með ríka þjónustulund. Fólk beinlínis finnur hvort einlægnin er til staðar eða hegðunin yfirborðskennd. 5. Eftirfylgni. Ef þú býður fram þjónustu þína eða segist ætla að vera í sambandi, fylgdu því þá eftir. 6. Trúverðugleiki. Ef fólk fær ekki á tilfinninguna að þú sért traustins verð/ur, eru litlar líkur á frekari samskiptum. 7. Góð nærvera. Misner sagði að einn svarenda sinna hefði orðað þetta svo vel þegar hann sagði ,,ég man kannski ekkert hvað fólk sagði nákvæmlega en man alltaf hvernig mér leið í návist þess.“ Í útskýringum sínum segir Misner jafnframt að aðalatriðið sé að tengslamyndunin þín líti ekki út fyrir að vera einhvers konar veiðimennska. Hugur verður að fylgja máli. Hér má sjá hvaða eiginleikar mælast eftirsóknarverðastir að mati þeirra sem tóku þátt í rannsókn Misner. Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Margir vilja efla tengslanetið sitt í þágu vinnunnar. Tengja sig við rétta hópa fólks eða taka þátt í félagsstarfi sem tengist þeim geira sem viðkomandi starfar í. En hvernig ber maður sig að við tengslamyndunina? Metsöluhöfundurinn Dr.Ivan Misner er einn þeirra sem hefur sérhæft sig þessum fræðum. Misner er stofnandi BNI í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í markaðstengdum fyrirtækjatengslanetum og er auk þess höfundur bókarinnar ,,Networking Like a Pro.“ Að hans sögn eru einkum sjö ráð sem virka vel. Þau tók hann saman eftir að hafa unnið rannsókn þar sem hann safnaði saman svörum tæplega 3.400 einstaklinga sem starfa í viðskiptum víðs vegar um heiminn. Það sem Misner gerði var að lista upp 20 eiginleika um hegðun, viðhorf eða framkomu. Hann bað þátttakendur rannsóknarinnar að velja þá eiginleika sem þeim fellur best við þegar fólk kynnir sig fyrir þeim. Niðurstaðan hans var eftirfarandi. 1. Vertu góður hlustandi. Hlustaðu vel á þann sem þú talar við og sýndu því áhuga sem þér er sagt. 2. Jákvæðni. Að vera jákvæður er eitthvað sem við tengjum stundum við útgeislun fólks til viðbótar við það hvernig það talar og kemur fram. 3. Þjónustulund. Misner segir að í raun hafi fólk ekki áhuga á því hversu mikið þú veist nema það sé auðséð að þú hafir áhuga á að þjónusta vel. 4. Einlægni. Þetta er eiginleiki sem þarf að vera alvöru segir Misner því það er ekki nóg að vera góður hlustandi, jákvæður og með ríka þjónustulund. Fólk beinlínis finnur hvort einlægnin er til staðar eða hegðunin yfirborðskennd. 5. Eftirfylgni. Ef þú býður fram þjónustu þína eða segist ætla að vera í sambandi, fylgdu því þá eftir. 6. Trúverðugleiki. Ef fólk fær ekki á tilfinninguna að þú sért traustins verð/ur, eru litlar líkur á frekari samskiptum. 7. Góð nærvera. Misner sagði að einn svarenda sinna hefði orðað þetta svo vel þegar hann sagði ,,ég man kannski ekkert hvað fólk sagði nákvæmlega en man alltaf hvernig mér leið í návist þess.“ Í útskýringum sínum segir Misner jafnframt að aðalatriðið sé að tengslamyndunin þín líti ekki út fyrir að vera einhvers konar veiðimennska. Hugur verður að fylgja máli. Hér má sjá hvaða eiginleikar mælast eftirsóknarverðastir að mati þeirra sem tóku þátt í rannsókn Misner.
Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira