Íslenskt viðskiptalíf í 68. sæti Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 15:15 Nöfnurnar Katrín Olga Jóhannesdóttir fyrrum formaður Viðskiptaráðs Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra voru samstíga í því að gera jafnréttismálin að umtalsefni sínu í ræðum á Viðskiptaþinginu sem haldið var í Hörpu þann 13.febrúar sl. Myndbandið Shesgotthis, eða Hún er með'etta vakti verðskuldaða athygli gesta. Vísir/Vilhelm Þótt loftlagsmálin hafi verið í brennidepli á Viðskiptaþinginu sem haldið var í Hörpu síðastliðinn fimmtudag, gerðu nöfnurnar Katrín Olga Jóhannesdóttir, fyrrum formaður Viðskiptaráðs Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra jafnréttismálin að umtalsefni í ræðum sínum. Báðar vilja þær sjá hraðari breytingar í atvinnulífinu en á alþjóðlegum mælikvarða mælist íslenskt viðskiptalíf í 68. sæti þegar kemur að jafnrétti kynja. Katrín Olga Jóhannesdóttir gerði upp formannstíman sinn í ræðu sinni og sagðist margt hafa áunnist á þeim fjórum árum sem hún hefði verið formaður. Hún sagðist því ganga stolt frá borði. Sömuleiðis sagðist hún stolt af því að í 11 ár hefði Ísland mælst í efsta sæti í jafnréttisvísitölu World Economic Forum. Katrín Olga sagðist þó vera vonsvikin með stöðu jafnréttismála í íslensku viðskiptalífi og jafnvel upplifa það að henni hefði mistekist þar sem formaður Viðskiptaráðs í fjögur ár. „En ég hef jafnframt sagt að það er ekki íslensku viðskiptalífi að þakka að við vermum það sæti – þar erum við miklir eftirbátar og erum í 68 sæti. Þarna ætla ég að játa fyrir ykkur að mér finnst mér hafa mistekist á þessum fjórum árum mínum sem formanni Viðskiptaráðs að breyta þessari stöðu.“ Katrín Olga hvatti gesti salarins til að taka þátt í að bæta úr þessu og bað þá fundargesti að standa upp sem væru tilbúnir til að vera partur af lausninni. Samkvæmt heimildum Vísis gerði salurinn það svo til í heild sinni. Tveir karlmenn hið minnsta sátu þó sem fastast. Þá sýndi Katrín Olga myndbandið Shesgotthis, eða Hún er með'etta, sem hún sagði lýsandi fyrir það hvernig við værum mögulega öll hluti af vandanum. Ari Fenger tók við af Katrínu Olgu sem formaður Viðskiptaráðs. Katrín Olga óskaði honum velfarnaðar í nýju hlutverki og sagðist sannfærð um að hann myndi fylgja jafnréttismálunum vel eftir. Erfitt að gefa eftir sín forréttindi Í ræðu Katrínar Olgu kom fram að í 400 stærstu fyrirtækjunum væru nú 10% þeirra undir forystu kvenstjórnanda. Þetta væri óásættanleg þróun enda þýddi þetta aðeins 2% fjölgun á síðustu fjórum árum. Þá benti hún á að engin kona er forstjóri fyrirtækis skráð í Kauphöllinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók í sama streng. Hún sagði nýjustu tölur um stjórnir fyrirtækja vera frá árinu 2018. Þær sýndu að konur væru 33,5% stjórnarmanna. Katrín sagði það sæta furðu að þegar tölurnar voru birtar þóttu þær „jákvæð“ tíðindi því þetta væri í fyrsta sinn sem konur væru að mælast meira þriðjungur stjórnarmanna. Það þætti henni furðuleg túlkun í ljósi þess að konur væru jafnmargar og karlmenn og samkvæmt kynjakvótalögunum ætti þetta hlutfall að vera 40%. Katrín velti þeirri spurningu fyrir sér hvort vandinn fælist mögulega í því að karlmenn ættu erfitt með að víkja úr sínum sætum fyrir konur. „Það er erfitt að gefa eftir sín forréttindi,“ sagði Katrín. Katrín sagði stjórnvöld líta jafnréttismálin alvarlegum augum og benti á að það væri margsannað að ávinningur jafnréttis fælist í betri rekstri og meiri hagnaði fyrir fyrirtæki. „Það er mannauðssóun sem felst í því að ekki eru fleiri konur stjórnendur í íslensku atvinnulífi“ sagði Katrín og hlaut mikið lófaklapp fyrir. Hér má sjá myndbandið Shesgotthis. Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Þótt loftlagsmálin hafi verið í brennidepli á Viðskiptaþinginu sem haldið var í Hörpu síðastliðinn fimmtudag, gerðu nöfnurnar Katrín Olga Jóhannesdóttir, fyrrum formaður Viðskiptaráðs Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra jafnréttismálin að umtalsefni í ræðum sínum. Báðar vilja þær sjá hraðari breytingar í atvinnulífinu en á alþjóðlegum mælikvarða mælist íslenskt viðskiptalíf í 68. sæti þegar kemur að jafnrétti kynja. Katrín Olga Jóhannesdóttir gerði upp formannstíman sinn í ræðu sinni og sagðist margt hafa áunnist á þeim fjórum árum sem hún hefði verið formaður. Hún sagðist því ganga stolt frá borði. Sömuleiðis sagðist hún stolt af því að í 11 ár hefði Ísland mælst í efsta sæti í jafnréttisvísitölu World Economic Forum. Katrín Olga sagðist þó vera vonsvikin með stöðu jafnréttismála í íslensku viðskiptalífi og jafnvel upplifa það að henni hefði mistekist þar sem formaður Viðskiptaráðs í fjögur ár. „En ég hef jafnframt sagt að það er ekki íslensku viðskiptalífi að þakka að við vermum það sæti – þar erum við miklir eftirbátar og erum í 68 sæti. Þarna ætla ég að játa fyrir ykkur að mér finnst mér hafa mistekist á þessum fjórum árum mínum sem formanni Viðskiptaráðs að breyta þessari stöðu.“ Katrín Olga hvatti gesti salarins til að taka þátt í að bæta úr þessu og bað þá fundargesti að standa upp sem væru tilbúnir til að vera partur af lausninni. Samkvæmt heimildum Vísis gerði salurinn það svo til í heild sinni. Tveir karlmenn hið minnsta sátu þó sem fastast. Þá sýndi Katrín Olga myndbandið Shesgotthis, eða Hún er með'etta, sem hún sagði lýsandi fyrir það hvernig við værum mögulega öll hluti af vandanum. Ari Fenger tók við af Katrínu Olgu sem formaður Viðskiptaráðs. Katrín Olga óskaði honum velfarnaðar í nýju hlutverki og sagðist sannfærð um að hann myndi fylgja jafnréttismálunum vel eftir. Erfitt að gefa eftir sín forréttindi Í ræðu Katrínar Olgu kom fram að í 400 stærstu fyrirtækjunum væru nú 10% þeirra undir forystu kvenstjórnanda. Þetta væri óásættanleg þróun enda þýddi þetta aðeins 2% fjölgun á síðustu fjórum árum. Þá benti hún á að engin kona er forstjóri fyrirtækis skráð í Kauphöllinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók í sama streng. Hún sagði nýjustu tölur um stjórnir fyrirtækja vera frá árinu 2018. Þær sýndu að konur væru 33,5% stjórnarmanna. Katrín sagði það sæta furðu að þegar tölurnar voru birtar þóttu þær „jákvæð“ tíðindi því þetta væri í fyrsta sinn sem konur væru að mælast meira þriðjungur stjórnarmanna. Það þætti henni furðuleg túlkun í ljósi þess að konur væru jafnmargar og karlmenn og samkvæmt kynjakvótalögunum ætti þetta hlutfall að vera 40%. Katrín velti þeirri spurningu fyrir sér hvort vandinn fælist mögulega í því að karlmenn ættu erfitt með að víkja úr sínum sætum fyrir konur. „Það er erfitt að gefa eftir sín forréttindi,“ sagði Katrín. Katrín sagði stjórnvöld líta jafnréttismálin alvarlegum augum og benti á að það væri margsannað að ávinningur jafnréttis fælist í betri rekstri og meiri hagnaði fyrir fyrirtæki. „Það er mannauðssóun sem felst í því að ekki eru fleiri konur stjórnendur í íslensku atvinnulífi“ sagði Katrín og hlaut mikið lófaklapp fyrir. Hér má sjá myndbandið Shesgotthis.
Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira