Kröfur eru áskorun 23. maí 2012 07:00 Ásdís Ósk Valsdóttir. Mynd/Stefán Við seljum ekki bara hús, við finnum þér nýtt heimili," segir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi fasteignasölunnar Húsaskjóls. Ásdís stofnaði Húsaskjól fyrir tveimur árum eftir að hafa unnið við sölu fasteigna í tæp tíu ár. Markmið stofunnar er ekki að bjóða stærstu eignaskrána, heldur að fara fram úr væntingum viðskiptavina sinna. „Við viljum vera með færri viðskiptavini og sinna þeim vel og Húsaskjól er lítil og notaleg stofa. Við viljum byggja upp fyrirtæki þar sem fólki líður vel og kemur til að eiga góð samskipti," útskýrir Ásdís. „Viðskiptavinurinn þarf eingöngu að skrifa undir söluumboð og við sjáum um afganginn. Við undirbúum hverja eign vel fyrir sölu, bjóðum upp á stílista, góða ljósmyndun og útbúum greinargóða lýsingu á eigninni. Það er mikilvægt að lýsa eign rétt svo hún nái til réttra kaupenda. Við sjáum síðan einnig um að sýna eignina og fylgja væntanlegum kaupendum eftir, höldum seljendum vel upplýstum allan tímann. Við hjálpum einnig seljendum okkar að finna eign ef þess þarf og förum jafnvel með þeim að skoða eignir. Við hjálpum þeim sömuleiðis að setja saman kauptilboð í samræmi við þeirra sölutilboð. Við þarfagreinum viðskiptavininn og bendum honum í framhaldinu eingöngu á eignir sem henta. Ef viðskiptavinurinn er að leita að einbýli bendum við honum ekki á blokkaríbúðir," útskýrir Ásdís og segir starfsfólk Húsaskjóls búa yfir þeirri reynslu sem þarf. „Hér vinna fjórar konur. Samanlagt eigum við tólf börn svo við vitum nákvæmlega hvaða þarfir fjölskyldufólk hefur. En við höfum auðvitað allar verið barnlausar einhvern tímann og vitum því líka hverju ungt fólk er að leita að við sína fyrstu íbúð."Hér er hægt að komast á síðu Húsaskjóls á Facebook og þar má sjá umsagnir viðskiptavina. Þar má meðal annars lesa um ánægju fólks með hversu fljótt sala gekk fyrir sig. Ásdís segist þakka það góðum undirbúningi. „Með því að einbeita okkur að hverri eign, finna hvaða sölupunkta hún hefur, getum við bent réttum kaupendum á hana. Viðskiptavinir okkar ætlast til að fá framúrskarandi þjónustu alltaf og við skorumst ekki undan því. Okkur finnst það skemmtilegt. Við erum hér fyrir fólk sem gerir kröfur og leggjum mikla áherslu á vönduð vinnubrögð." Nánari upplýsingar á husaskjol.is. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
Við seljum ekki bara hús, við finnum þér nýtt heimili," segir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi fasteignasölunnar Húsaskjóls. Ásdís stofnaði Húsaskjól fyrir tveimur árum eftir að hafa unnið við sölu fasteigna í tæp tíu ár. Markmið stofunnar er ekki að bjóða stærstu eignaskrána, heldur að fara fram úr væntingum viðskiptavina sinna. „Við viljum vera með færri viðskiptavini og sinna þeim vel og Húsaskjól er lítil og notaleg stofa. Við viljum byggja upp fyrirtæki þar sem fólki líður vel og kemur til að eiga góð samskipti," útskýrir Ásdís. „Viðskiptavinurinn þarf eingöngu að skrifa undir söluumboð og við sjáum um afganginn. Við undirbúum hverja eign vel fyrir sölu, bjóðum upp á stílista, góða ljósmyndun og útbúum greinargóða lýsingu á eigninni. Það er mikilvægt að lýsa eign rétt svo hún nái til réttra kaupenda. Við sjáum síðan einnig um að sýna eignina og fylgja væntanlegum kaupendum eftir, höldum seljendum vel upplýstum allan tímann. Við hjálpum einnig seljendum okkar að finna eign ef þess þarf og förum jafnvel með þeim að skoða eignir. Við hjálpum þeim sömuleiðis að setja saman kauptilboð í samræmi við þeirra sölutilboð. Við þarfagreinum viðskiptavininn og bendum honum í framhaldinu eingöngu á eignir sem henta. Ef viðskiptavinurinn er að leita að einbýli bendum við honum ekki á blokkaríbúðir," útskýrir Ásdís og segir starfsfólk Húsaskjóls búa yfir þeirri reynslu sem þarf. „Hér vinna fjórar konur. Samanlagt eigum við tólf börn svo við vitum nákvæmlega hvaða þarfir fjölskyldufólk hefur. En við höfum auðvitað allar verið barnlausar einhvern tímann og vitum því líka hverju ungt fólk er að leita að við sína fyrstu íbúð."Hér er hægt að komast á síðu Húsaskjóls á Facebook og þar má sjá umsagnir viðskiptavina. Þar má meðal annars lesa um ánægju fólks með hversu fljótt sala gekk fyrir sig. Ásdís segist þakka það góðum undirbúningi. „Með því að einbeita okkur að hverri eign, finna hvaða sölupunkta hún hefur, getum við bent réttum kaupendum á hana. Viðskiptavinir okkar ætlast til að fá framúrskarandi þjónustu alltaf og við skorumst ekki undan því. Okkur finnst það skemmtilegt. Við erum hér fyrir fólk sem gerir kröfur og leggjum mikla áherslu á vönduð vinnubrögð." Nánari upplýsingar á husaskjol.is.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira