Viðskipti innlent

Bein út­sending: Á­skoranir og á­vextir í augn­hæð – næstu verk­efni í fjár­tækni

Atli Ísleifsson skrifar

Fjártækniklasinn og Samtök fjármálafyrirtækja standa nú fyrir málþingi um næstu verkefni í fjártækni í Silfurbergi í Hörpu. Hægt er að fylgjast með útsendingu frá fundinum að neðan.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, setur málþingið og í kjölfarið taka við fyrirlesarar sem eru í fremstu víglínu framþróunar fjártækni og fjármálaþjónustu hér á landi og varpa ljósi á helstu verkefnin fram undan.

Fundarstjóri verður Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans og stendur útsendingin til klukkan 12.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×