Jól

Skyrgámur kom til byggða í nótt

Grýla skrifar
Skyrgámur hámaði í sig uns stóð á blístri.
Skyrgámur hámaði í sig uns stóð á blístri. Halldór

Skyrgámur er áttundi jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann var ægilegur rumur sem þefaði upp skyrtunnur og át þar til hann stóð á blístri.

Í ljóðinu Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum segir:

  • Skyrjarmur, sá áttundi,
  • var skelfilegt naut.
  • Hann hlemminn o´n af sánum
  • með hnefanum braut.


  • Svo hámaði hann í sig
  • og yfir matnum gein,
  • unz stóð hann á blístri
  • og stundi og hrein.

Kvæði Jóhannesar úr Kötlum er birt með góðfúslegu leyfi Svans Jóhannessonar. Nánar má lesa um skáldið á vefnum johannes.is.

Hér fyrir neðan syngur Skyrgámur lagið Nú skal segja í gömlu myndbandi frá Jolasveinarnir.is.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.