Erlent

76 látnir eftir sprengju­á­rás í Mó­ga­disjú

Atli Ísleifsson skrifar
Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni.
Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Getty

76 manns hið minnsta eru látnir eftir að sprengjuárás var gerð í morgunumferðinni í sómölsku höfuðborginni Mógadisjú í morgun.

BBC segir frá því að bílsprengja hafi sprungið við eftirlitsstöð á fjölförnum gatnamótum í höfuðborginni.

Haft er eftir lögreglumanninum Ibrahim Mohamed að 76 séu látnir og rúmlega fimmtíu til viðbótar séu særðir eftir árásina.

Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni, en hryðjuverkasamtökin al-Shabab hafa margoft staðið fyrir árásunum á þessum slóðum.

Þingmaðurinn Mohamed Abdirizak segir að minnsta kosti níutíu manns hafa látið lífið í árásinni, en það hefur ekki fengist staðfest af yfirvöldum.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×