Makamál

Vinsælast að vera undir stýri eða úti í mýri

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Niðurstöður við spurningu vikunnar sýna að þegar kemur að kynlífi á almannafæri þá kjósa flestir lesendur að vera í bíl eða úti í náttúrunni.
Niðurstöður við spurningu vikunnar sýna að þegar kemur að kynlífi á almannafæri þá kjósa flestir lesendur að vera í bíl eða úti í náttúrunni. Vísir/Getty
Samkvæmt niðurstöðum könnunar makamála finnst flestum lesendum spennandi að stunda kynlíf í bíl ef stunda á kynlíf á almannafæri. Tæplega 6.000 lesendur hafa svarað könnun okkar þegar þetta er skrifað. Svör lesenda voru mjög dreifð á alla valmöguleikana en í efsta sæti var „í bíl“ og fast þar á eftir kom „úti í náttúrunni“ sem er skondið í ljósi þess hvernig veðurfarið er hér á landi.Skemmtistaðir, hótelgluggar og vinnustaðir eru líka vinsælir kostir ef marka má lesendur Makamála. Það kemur örlítið á óvart að níu prósent sögðu mest spennandi að stunda kynlíf, það þarf þó ekki að þýða samfarir, í bíó eða leikhúsi. Það er greinilega ýmislegt sem gerist í myrkum sal fullum af fólki.Hvort sem fólk er haldið svokallaðri sýniþörf þá virðist þessi þörf eða löngun vera nokkuð algeng meðal fólks. Að vera á almannafæri er í raun allir staðir fyrir utan veggja heimilisins og kynlíf þarf ekki bara að eiga við um samfarir. Vinsælustu staðirnir hjá lesendum okkar eru bílar, úti í náttúrinni, skemmtistaðir, hótelgluggar og vinnustaðir.Eins og við höfum fjallað um hér á Makamálum er kynlíf á almannafæri eitt algengasta blætið tengt kynlífi. Síðasta könnun okkar sýndi einmitt að flestir lesendur höfðu prófað það og þeir sem höfðu ekki gert það áður höfðu flestir áhuga á að prófa það.Ása Ninna mætti í Brennsluna í morgun og ræddi niðurstöðurnar.

Klippa: Vinsælast að vera undir stýri eða úti í mýri

Niðurstöður*:

Að vera á almannafæri er í raun allir staðir fyrir utan veggja heimilisins og kynlíf þarf ekki bara að eiga við um samfarir.

 

Í bíl – 13 %

Úti í náttúrunni – 12 %

Í hótelglugga – 11 %

Á vinnustað – 11 %

Á skemmtistað – 10 %

Í bíó/leikhúsi – 9 %

Í búningsklefa/mátunarklefa – 7 %

Úti á svölum – 6 %

Í skóla/á bókasafni – 6 %

Í kirkju – 4 %

Á almenningssalerni - 4 %

Í sundi/náttúrulaugum – 3 %

Á veitingastað/Kaffihúsi – 2 %

Annar staður – 2 %

 

*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.