Handbolti

Fram skoraði 43 mörk gegn KA/Þór og ÍBV keyrði yfir Aftur­eldingu í síðari hálf­leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórey Rósa var frábær í dag.
Þórey Rósa var frábær í dag. vísir/bára
Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í dag. Silfurliðið frá því á síðustu leiktíð, Fram, rúllaði yfir KA/Þór og Afturelding er enn án stiga eftir tap gegn ÍBV á heimavelli.KA/Þór náði að fylgja Fram fyrstu tólf mínúturnar en þá var staðan jöfn, 6-6. Heimastúlkur gáfu svo í og leiddu 21-10 í hálfleik.Í síðari hálfleik gengu þær enn frekar á lagið og enduðu á því að skora 43 mörk gegn átján mörkum gestanna frá Akureyri. Lokatölur 43-18.Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði ellefu mörk og Ragnheiður Júlíusdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir gerðu allar sjö mörk hver. Hafdís Renötudóttir var með 60% markvörslu.Martina Corkovic var markahæst hjá KA/Þór. Hún gerði sjö mörk en næst kom Martha Hermannsdóttir. Hún gerði þrjú mörk.Fram er með fjórtán stig á toppi deildarinnar en Valsstúlkur eiga leik til góða gegn HK á morgun. KA/Þór er með átta stig í fjórða sætinu.Í Mosfellsbæ vann ÍBV átta marka sigur á Aftureldingu, 31-23, eftir að Afturelding hafði verið einu marki yfir í leikhlé, 11-10. Hrun hjá nýliðunum í síðari hálfleik.Ásta Björt Júlíusdóttir skoraði tólf mörk fyrir Eyjastúlkur og Sunna Jónsdóttir gerði átta.Þóra María Sigurjónsdóttir skoraði átta mörk fyrir Aftureldingu og Ragnhildur Hjartardóttir bætti við sex.Afturelding er á botninum án stiga en ÍBV er með fimm stig í sjötta sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.