10.000.000.000.000 norskar krónur nú í norska olíusjóðnum Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2019 11:05 Norðmenn hafa ástæðu til að fagna enda virðist fjárhagsstaða norska ríkisins nokkuð traust. Getty Fjárhagsstaða norska ríkisins virðist traust. Greint var frá því í morgun að í fyrsta sinn séu verðmæti í norska olíusjóðnum metin meiri en 10 þúsund milljarðar norskra króna. Það samsvarar 136.200 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. 23 ár eru nú liðin frá stofnun olíusjóðsins. Fjármálaráðuneyti landsins lagði þá, árið 1996, inn tvo milljarða norskra króna. Síðan þá hefur olíuauðurinn að stórum hluta verið lagður í sjóðinn og stjórnendur fjárfest víða um heim. „Við vorum heppin að finna olíuna. Arðbærni fjárfestinga á alþjóðlegum mörkuðum hefur verið svo mikil að það er hægt að líkja því við að finna olíu upp á nýtt,“ er haft eftir Yngve Slyngstad, yfirmanni sjóðsins, í yfirlýsingu í morgun. Verðmætaaukninguna má meðal annars rekja til veikingar norsku krónunnar. Þó er talin full ástæða til að fagna áfanganum. „Umfang sjóðsins hefur farið fram úr öllum þeim væntingum sem við höfðum þegar þessi vegferð hófst. Þetta hefur verið svakalega vel heppnað og það er góð og gild ástæða til að fagna því að svo vel hafi gengið,“ sagði Knut Kjær sem var fyrsti yfirmaður sjóðsins, í samtali við norska fjölmiðla.Olíusjóðurinn rekur skrifstofur í Osló, Lundúnum, New York, Singapúr og Sjanghæ. Fimmtíu ár eru í desember frá því að norsk stjórnvöld greindu frá því að olía hafi fundist í Norðursjó. Bensín og olía Noregur Tímamót Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Búið að greiða laun en barnabætur berast seinna í dag Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fjárhagsstaða norska ríkisins virðist traust. Greint var frá því í morgun að í fyrsta sinn séu verðmæti í norska olíusjóðnum metin meiri en 10 þúsund milljarðar norskra króna. Það samsvarar 136.200 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. 23 ár eru nú liðin frá stofnun olíusjóðsins. Fjármálaráðuneyti landsins lagði þá, árið 1996, inn tvo milljarða norskra króna. Síðan þá hefur olíuauðurinn að stórum hluta verið lagður í sjóðinn og stjórnendur fjárfest víða um heim. „Við vorum heppin að finna olíuna. Arðbærni fjárfestinga á alþjóðlegum mörkuðum hefur verið svo mikil að það er hægt að líkja því við að finna olíu upp á nýtt,“ er haft eftir Yngve Slyngstad, yfirmanni sjóðsins, í yfirlýsingu í morgun. Verðmætaaukninguna má meðal annars rekja til veikingar norsku krónunnar. Þó er talin full ástæða til að fagna áfanganum. „Umfang sjóðsins hefur farið fram úr öllum þeim væntingum sem við höfðum þegar þessi vegferð hófst. Þetta hefur verið svakalega vel heppnað og það er góð og gild ástæða til að fagna því að svo vel hafi gengið,“ sagði Knut Kjær sem var fyrsti yfirmaður sjóðsins, í samtali við norska fjölmiðla.Olíusjóðurinn rekur skrifstofur í Osló, Lundúnum, New York, Singapúr og Sjanghæ. Fimmtíu ár eru í desember frá því að norsk stjórnvöld greindu frá því að olía hafi fundist í Norðursjó.
Bensín og olía Noregur Tímamót Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Búið að greiða laun en barnabætur berast seinna í dag Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira