Enski boltinn

Skiluðu ekki inn kosninga­seðlunum í vali FIFA og Salah gæti hætt að spila með lands­liðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mo Salah í leik með Liverpool.
Mo Salah í leik með Liverpool. vísir/getty
Aftur hefur Mohamed Salah og hans fólk lent upp á kant við egypska knattspyrnusambandið en nýjasta málið kom upp á borðið eftir lokahóf FIFA sem haldið var í Mílanó á mánudag.

Þar var kosinn besti leikmaður heims á síðasta ári en landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar og blaðamenn frá hverju landi innan FIFA eru með kosningarétt. Þar á meðal Egyptar.

Nú er hins vegar komin rannsókn í gang því þrátt fyrir að fyrirliðinn Ahmed Elmohamady og Shawky Ghareeb hafi skilað inn sínum seðlum til sambandsins skiluðu þeir sér ekki til FIFA. Þeir voru báðir með Salah í 1. sæti.







Eini kosningaseðillinn sem skilaði sér frá fulltrúum Egyptalands var frá Hany Danial en hann var með liðsfélaga Salah, Sadio Mane í fyrsta sætinu, en Egyptann í því þriðja.

Eftir þetta hefur Salah fjarlægt á samfélagsmiðlum sínum að hann spili fyrir Egypta og eru taldar líkur á að landsliðsskór Salah séu nú endanlega komnir upp í hillu. Hann sé búinn að fá nóg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×