Innlent

Rafleiðni hækkað jafnt og þétt í Skaftá

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Skaftárhlaupi í ágúst í fyrra.
Frá Skaftárhlaupi í ágúst í fyrra. Vísir/Jóhann K.

Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað jafnt og þétt síðan fyrir helgi en lítið hlaup er nú í gangi í ánni.



Í athugasemd sérfræðings Veðurstofu Íslands í kvöld segir að rennsli hafi aukist lítillega í ánni.



Hlaupið kemur úr Vestri-Skaftárkatli. Síðast hljóp úr þeim katli í ágúst 2018 og er því ekki búist við að um stórt hlaup verði að ræða.



Er fólki bent á að staldra ekki lengi við nálægt upptökum árinnar vegna hugsanlegrar gasmengunar. Veðurstofan mun áfram fylgjast með gangi mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×