Innlent

Birti nektarmyndir af konu á sjónvarpsskjá

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Reikna má með að dómur verði upp kveðinn innan fjögurra vikna.
Reikna má með að dómur verði upp kveðinn innan fjögurra vikna. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á Vestfjörðum gekkst í morgun við því að hafa sýnt gesti á heimilinu nektarmyndir af konu. Myndirnar sýndi hann viðkomandi á sjónvarpsskjá en á þeim lá hún nakin í rúmi sumarið 2018.

Var karlmaðurinn ákærður fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi með broti sínu. Var málið dómtekið í morgun en brot gegn 209. grein almennra hegningarlaga sem fjalla um blygðunarsemi varða allt að fjögurra ára fangelsi eða sektum ef brot er smávægilegt.

Þá er þess krafist að gerð verði upptæk stafræn myndavél og minnislykill sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins.

Konan fór fram á 1,5 milljón króna í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×