Lífið

Harry segir fjöl­skylduna fljúga með einka­þotum til að tryggja öryggi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hertogahjónin urðu fyrir miklu aðkasti vegna einkaþotuflugs.
Hertogahjónin urðu fyrir miklu aðkasti vegna einkaþotuflugs. getty/Chris Jackson

Hertoginn af Sussex segir ástæðu þess að hann og fjölskylda hans fljúgi með einkaþotum vera að gæta öryggis þeirra. Harry og Meghan, kona hans, urðu fyrir miklu aðkasti nýlega þegar slúðurmiðlar í Bretlandi greindu frá því að þau hefðu flogið með einkaþotu en þá hafði Harry nýlega predikað um loftslagsmál nokkru áður. Fráþessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Harry ávarpaði opnunarhátíð verkefnis um umhverfisvæna ferðamennsku í Amsterdam og sagði þar að hann kolefnisjafnaði áhrif fjölskyldunnar á umhverfið. Hann bætti því við að hann hafi flogið með almennu farþegaflugi á opnunina áþriðjudag.



Á opnunarviðburði Travalyst, sem ætlað er að hvetja ferðaþjónustuna til að verða sjálfbærari, var hertoginn spurður út í ferðamáta sinn.



„Ég kom hingað með almennu farþegaflugi. Ég ver 99% lífs míns í ferðalög um heiminn með almennu farþegaflugi,“ svaraði hann.



„Stundum þarf ég að grípa til annarra ferðamáta til að tryggja öryggi fjölskyldu minnar, það er svo einfalt,“ bætti hann við.



Í ræðu sinni sagði hann einnig að þegar kæmi að umhverfisáhrifum væri enginn fullkominn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×