Makamál

Karlmenn miklu líklegri til að bera upp bónorðið

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Ennþá er mikill meiri hluti karlmanna sem að bera upp bónorðið í gangkynhneigðum samböndum þrátt fyrir breytt viðhorf til hefðarinnar.
Ennþá er mikill meiri hluti karlmanna sem að bera upp bónorðið í gangkynhneigðum samböndum þrátt fyrir breytt viðhorf til hefðarinnar. Getty

Makamál gerðu nýverið könnun þar sem sóst var eftir áliti og skoðunum fólks á því hvor aðilinn ætti að bera upp bónorðið í gagnkynhneigðum samböndum. Svarmöguleikarnir voru: karlinn, konan og eða skiptir ekki máli. Niðurstaðan var sú að yfir 60% fólks sagði það ekki skipta máli hvor aðilinn það væri. 
Með auknu jafnrétti kynjanna hefur því þessi aldagamla hefð fyrir því að karlinn eigi að vera sá aðili sem ber upp bónorðið því greinileg þróast og fólk orðið opnara fyrir breytingum. 

Í kjölfarið á þessari könnun langaði Makamálum að skoða hvort að hefðin hafi breyst í takt við breytt hugarfar. Því að þrátt fyrir að viðrhorf breytist getur það tekið tíma fyrir fólk að aðlagast og breyta fastmótuðum hefðum eins og hefðinni með bónorðið. 

Lesendur Vísis voru því spurðir: Hvor aðilinn bar upp bónorðið? (í gagnkynhneigðum samböndum). 

Samkvæmt þessum niðurstöðum má sjá að ennþá eru karlar miklu líklegri til að bera upp bónorðið þrátt fyrir breytt viðhorf til hefðarinnar.
Einnig sést hversu algengt það er ekkert bónorð sé borið upp heldur er ákvörðunin um giftingu tekin sameiginlega án sérstakrar viðhafnar. 
 
Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður hér:

Karlinn -  50%
Konan - 18%
Hvorugt, þetta var sameiginleg ákvörðun - 32%Tengdar fréttir

Óháð kyni, ekki vera fáviti!

Stærsta ferðahelgi ársins er gengin í garð og mikil eftivænting í brjóstum margra fyrir mögulegum ástarfundum eða ævintýrum næstu daga. Þegar vín er haft við hönd geta mörk fólks verið stundum óljós og því miður lenda sumir í ógöngum. Hvernig getum við komið í veg fyrir óviðeigandi samskipti, áreiti eða ofbeldi þegar kemur að samskiptum eða skyndikynnum?Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.