Steinbítur Orri Arnar Valgeir Tómasson skrifar 9. ágúst 2019 07:30 Í umræðunni um mannanafnanefnd eru fáir hlutlausir og fólki gjarna skipt í þrjá hópa. Í þeim fyrsta er fólk með útlendingaofnæmi sem traðkar kúskinnsskóað á öðrum menningarhópum og þvingar börn sín til að klæðast íslenska þjóðbúningnum í skólann. Annan hópinn skipa hryðjuverkamenn á sviði málvísinda sem hata íslenska tungu og vilja helst rífa hana blóðuga úr munni fjallkonunnar með heitri töng svo börn þeirra fái að heita nöfnum eins og „Pac-Man“ og „Tuborg“. Þriðji hópurinn er að venju ekki alveg jafn spennandi og flestir mynda stöðu á rófi einhvers staðar á miðjunni. Hvað sem fólki finnst er mannanafnanefnd enn með forræði yfir nöfnum Íslendinga. Það er alltaf spennandi að sjá fréttir af því hvaða ný nöfn eru samþykkt ár hvert, en ég verð iðulega fyrir vonbrigðum með hversu fá nöfn eru innleidd. Þrátt fyrir þær ströngu reglur um málhefðir sem fyrir liggja er mikið af orðum í íslenskunni sem bíða þess að verða að fallegum mannanöfnum. Það má alveg fara að hvíla þessar trjátegundir og dýr sem búa í Noregi. Sögulega erum við sjómenn og eigum mörg falleg fiskheiti sem myndu prýða unga drengi vel. Hvar er Steinbítur Orri? Urriði Zoega? Lárus Lax? Eða Kjartan Karfi? Af hverju hefur þessi sterka arfleifð ekki verið nýtt til þessa? Því miður yrðu Ýsa Dögg, Lúða Sjöfn og María Marglytta þó líklega ekki mjög vinsæl stúlkunöfn. Við þurfum að leita innblásturs og finna fallegri heiti í kvenkyni á fiskana okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun
Í umræðunni um mannanafnanefnd eru fáir hlutlausir og fólki gjarna skipt í þrjá hópa. Í þeim fyrsta er fólk með útlendingaofnæmi sem traðkar kúskinnsskóað á öðrum menningarhópum og þvingar börn sín til að klæðast íslenska þjóðbúningnum í skólann. Annan hópinn skipa hryðjuverkamenn á sviði málvísinda sem hata íslenska tungu og vilja helst rífa hana blóðuga úr munni fjallkonunnar með heitri töng svo börn þeirra fái að heita nöfnum eins og „Pac-Man“ og „Tuborg“. Þriðji hópurinn er að venju ekki alveg jafn spennandi og flestir mynda stöðu á rófi einhvers staðar á miðjunni. Hvað sem fólki finnst er mannanafnanefnd enn með forræði yfir nöfnum Íslendinga. Það er alltaf spennandi að sjá fréttir af því hvaða ný nöfn eru samþykkt ár hvert, en ég verð iðulega fyrir vonbrigðum með hversu fá nöfn eru innleidd. Þrátt fyrir þær ströngu reglur um málhefðir sem fyrir liggja er mikið af orðum í íslenskunni sem bíða þess að verða að fallegum mannanöfnum. Það má alveg fara að hvíla þessar trjátegundir og dýr sem búa í Noregi. Sögulega erum við sjómenn og eigum mörg falleg fiskheiti sem myndu prýða unga drengi vel. Hvar er Steinbítur Orri? Urriði Zoega? Lárus Lax? Eða Kjartan Karfi? Af hverju hefur þessi sterka arfleifð ekki verið nýtt til þessa? Því miður yrðu Ýsa Dögg, Lúða Sjöfn og María Marglytta þó líklega ekki mjög vinsæl stúlkunöfn. Við þurfum að leita innblásturs og finna fallegri heiti í kvenkyni á fiskana okkar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun