Af stórlöxum sumarsins Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2019 12:00 Atli Bjarnason ásamt leiðsögumanninum Hilmari Þór Árnasyni með 108 sm hrygnu af Nessvæðinu í Laxá Mynd: Laxá Nesi FB Þrátt fyrir að aðeins séu um þrjár vikur liðnar af laxveiðitímabilinu þá sýnist okkur þetta nú þegar vera komið í þann gír að verða ágætt stórlaxasumar. Stærsti laxinn sem kominn er á land er 108 sm hrygna sem veiddist á Nessvæðinu í Laxá en það veiðisvæði er eins og allir þekkja líklega það svæði sem gefur flesta laxa yfir 100 sm á hverju sumri. Það var Atli Bjarnason sem veiddi hrygnuna í Efri Grástraum á 1/4 grænan Frigga. Leiðsögumaðurinn hans var Hilmar Þór Árnason sem var að leiðbeina á sinni fyrstu vakt og það er ekki amalegt að byrja ferilinn svona. Hrygnan mældist 12,3 kg eða 27 pund og það tók Atla 45 mínútur að landa henni. Í Eystri Rangá er búið að landa einum 102 sm sem var maríulax og við fréttum af 22 punda laxi sem veiddist þar í gær. Mest af því sem er að veiðast núna í Eystri Rangá er vænn stórlax. Það er kominn alla vega einn 100 sm úr Blöndu og af löxum sem laxateljarar eru að mæla þá hefur náðst myndband af einum 100 sm fisk í Langadalsá í nýja teljarnum þar og í Ytri Rangá fór einn í gegnum teljarann í gær sem var yfir 100 sm langur. Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði
Þrátt fyrir að aðeins séu um þrjár vikur liðnar af laxveiðitímabilinu þá sýnist okkur þetta nú þegar vera komið í þann gír að verða ágætt stórlaxasumar. Stærsti laxinn sem kominn er á land er 108 sm hrygna sem veiddist á Nessvæðinu í Laxá en það veiðisvæði er eins og allir þekkja líklega það svæði sem gefur flesta laxa yfir 100 sm á hverju sumri. Það var Atli Bjarnason sem veiddi hrygnuna í Efri Grástraum á 1/4 grænan Frigga. Leiðsögumaðurinn hans var Hilmar Þór Árnason sem var að leiðbeina á sinni fyrstu vakt og það er ekki amalegt að byrja ferilinn svona. Hrygnan mældist 12,3 kg eða 27 pund og það tók Atla 45 mínútur að landa henni. Í Eystri Rangá er búið að landa einum 102 sm sem var maríulax og við fréttum af 22 punda laxi sem veiddist þar í gær. Mest af því sem er að veiðast núna í Eystri Rangá er vænn stórlax. Það er kominn alla vega einn 100 sm úr Blöndu og af löxum sem laxateljarar eru að mæla þá hefur náðst myndband af einum 100 sm fisk í Langadalsá í nýja teljarnum þar og í Ytri Rangá fór einn í gegnum teljarann í gær sem var yfir 100 sm langur.
Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði