Erlent

Jarðskjálfti reið yfir suðurhluta Kína

Andri Eysteinsson skrifar
Frá stórborginni Sjongking
Frá stórborginni Sjongking Getty/VCG

Jarðskjálfti sem mældist 5,9 á Richter kvarðandi reið yfir Sesúan- hérað í suðurhluta Kína í dag.

AP greinir frá því að skjálftamiðjan hafi verið 10 kílómetrum frá borginni Sjangning, næsta stórborg við miðjuna var Sjongking í um 200km fjarlægð.

Eftirskjálfti sem mældist litlu veikari, 5,2 skók einnig jörðu nokkru síðar.

Skjálftamiðjan var á eingöngu 10 kílómetra dýpi, skjálftar á litlu dýpi eiga það til að valda meiri skemmdum á byggingar og önnur mannvirki.

Fréttir frá Kína herma að einhverjir hafi slasast og að slökkvilið hafi verið ræst út til að leita að fórnarlömbum skjálftans. Eitthvað var um skemmdir á húsum í Sjongking en engar fregnir höfðu borist um slys á fólki.

Ellefu ár eru frá stórum jarðskjálfta í Sesúan héraði, skjálftinn var gríðarlegur og létust nær 90.000 manns.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.