Körfubolti

Blikar taka sæti Stjörnunnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Breiðablik verður áfram í efstu deild
Breiðablik verður áfram í efstu deild vísir/vilhelm

Breiðablik mun tefla fram liði í Domino's deild kvenna næsta vetur þrátt fyrir að hafa fallið úr deildinni í vor.

KKÍ sendi í dag tilkynningu á fjölmiðla þess efnis að Breiðablik tæki sæti Stjörnunnar, sem ákvað að skrá meistaraflokk kvenna í 1. deild frekar en úrvalsdeild næsta vetur.

Þegar Stjarnan tilkynnti KKÍ um ákvörðun sína að fara í 1. deildina þá bauð mótanefnd KKÍ Breiðabliki að taka sætið. Í morgun sögðust Blikar ætla að þiggja boðið.

Grindvíkingar unnu umspilið um laust sæti í efstu deild í vor og verða því nýliðar í deildinni.

Domino's deild kvenna 2019-20 verður því skipuð eftirfarandi liðum: Val, Keflavík, KR, Haukum, Snæfelli, Skallagrími, Grindavík og Breiðabliki.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.