Reiða fólkið Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 1. júní 2019 09:00 Það er þetta með tjáningarfrelsið og lýðræðið. Við erum öll sammála um að lýðræðið hvílir meðal annars á þeirri stoð að allir geti tjáð opinberlega skoðanir sínar óttalaust. Um leið og þrengist um tjáningarfrelsið þá þrengist um lýðræðið og þá þrengist um okkur öll – þröngt fyrir dyrum, sagði Einar Þveræingur fyrir langa löngu. Það er nefnilega ekki nóg að öllum sé frjálst að segja skoðun sína. Ef andrúmsloftið í samfélaginu verður þannig að fólk leggur ekki í að tjá sig vegna þess að viðbrögðin verða svo ofsafengin þá erum við í vanda stödd. Umræðan um þriðja orkupakkann er að þróast í þessa átt. Stuðningsmönnum er brigslað um landráð og þjónkun við ESB og andstæðingarnir sitja undir skömmum um að þeir séu einangrunarsinnar og lýðskrumarar. Þetta er uppskrift að vandamáli. Gott dæmi um í hvað stefnir er að á dögunum tjáði formaður VR sig um þriðja orkupakkann. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa, hópur fólks virtist missa vitið. Um þessa skæðadrífu sem á honum dundi sagði Ragnar VR-formaður: „Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn.“ Maðurinn var að tala um orkumál og þá dynur þetta á honum! Ég hef ekki skoðun á þriðja orkupakkanum, treysti þinginu til að klára málið, til þess voru þau kosin. En hvað á þetta að þýða? Getum við ekki þolað hvert öðru ólíkar skoðanir, er bara frelsi til að hafa „réttar“ skoðanir og hvers virði er það frelsi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Það er þetta með tjáningarfrelsið og lýðræðið. Við erum öll sammála um að lýðræðið hvílir meðal annars á þeirri stoð að allir geti tjáð opinberlega skoðanir sínar óttalaust. Um leið og þrengist um tjáningarfrelsið þá þrengist um lýðræðið og þá þrengist um okkur öll – þröngt fyrir dyrum, sagði Einar Þveræingur fyrir langa löngu. Það er nefnilega ekki nóg að öllum sé frjálst að segja skoðun sína. Ef andrúmsloftið í samfélaginu verður þannig að fólk leggur ekki í að tjá sig vegna þess að viðbrögðin verða svo ofsafengin þá erum við í vanda stödd. Umræðan um þriðja orkupakkann er að þróast í þessa átt. Stuðningsmönnum er brigslað um landráð og þjónkun við ESB og andstæðingarnir sitja undir skömmum um að þeir séu einangrunarsinnar og lýðskrumarar. Þetta er uppskrift að vandamáli. Gott dæmi um í hvað stefnir er að á dögunum tjáði formaður VR sig um þriðja orkupakkann. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa, hópur fólks virtist missa vitið. Um þessa skæðadrífu sem á honum dundi sagði Ragnar VR-formaður: „Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn.“ Maðurinn var að tala um orkumál og þá dynur þetta á honum! Ég hef ekki skoðun á þriðja orkupakkanum, treysti þinginu til að klára málið, til þess voru þau kosin. En hvað á þetta að þýða? Getum við ekki þolað hvert öðru ólíkar skoðanir, er bara frelsi til að hafa „réttar“ skoðanir og hvers virði er það frelsi?
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun