Veiði

Mokveiði í Frostastaðavatni

Karl Lúðvíksson skrifar
Það er mokveiði í Frostastaðavatni
Það er mokveiði í Frostastaðavatni Mynd: Veiðivötn FB

Hálendið er að taka vel við sér og það var margt um manninn í þeim hálendisvötnum sem hafa opnað um helgina.

Eitt af þeim sem óhætt er að kíkja í er Frostastaðavatn. Vatnið er um 160 km frá Reykjavík, stutt frá Landmannalaugum og er umhverfið þar afar fallegt þar sem vatnið er umlukt gígum og hrauni á allar hliðar. Það er mokveiði í vatninu, við skulum bara segja það eins og það er, en bleikjan er smá. Undirritaður fór með fjölskylduna í gær og afrakstur tveggja tíma veiði voru um það bil 50 bleikjur í poka.

Af þessum 50 voru tvær um 1,5 pund en restin var smá, sumar mjög smáar en krökkunum er alveg sama. Ef það er eitthvað vatn sem er þess virði að fara í með börn er það þetta. Í þokkalegu veðri með flottholt og flugu er næsta víst að allir fá eitthvað. Bleikjan er að taka allt en mokveiðin í gær var á kúluhausa Peacock, Peter Ross og kúlukausa Killer. Mest veiðin er í austanverðu vatninu og við hraunið sunnanvert.

Þrátt fyrir að bleikjan sé smá er hún afar góð á bragðið. Það sem ég hef gert undanfarin ár t.d. við Þingvallamurtu og smábleikju er að grilla hana eins og þjóðir Miðjarðarhafs gera við sardínur og treystu því að þú verður alveg háður því að borða smábleikju þegar þú hefur prófað að elda hana svona. Þú finnur uppskrift hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.