Nú þurfa laxveiðiárnar rigningu Karl Lúðvíksson skrifar 3. júní 2019 11:00 Það er farið að vanta hressilegar rigningar á suður og vesturlandi og sumarið varla byrjað. Mynd: SVFR Laxveiðin hófst á laugardaginn í Þjórsá og hún eins og nokkrar aðrar laxveiðiár þarf víst ekki að hafa of miklar áhyggjur af vatnsleysi í sumar. Þær ár sem veiðimenn geta treyst á varðandi vatn eru til dæmis Þjórsá, Blanda, Ytri og Eystri Rangá, Sogið, Skjálfandafljót og Jökla, þetta er ekki tæmandi listi en þessar kannski þekktastar. Það er deginum ljósara að dragárnar á vesturlandi gæti átt ansi erfitt sumar í vændum þar sem það hefur ekki ringt að nokkru nemi allan maí mánuð og það stefnir í 7-10 daga þurrk í viðbót. Árnar eru þegar farnar að finna vel fyrir þessu og það er varla nokkur sem man eftir Norðurá í jafn litlu vatni þegar opnun brestur á eins og núna. Norðvesturland er líka búið að vera ansi þurrt og það er sama sagan þar, árnar margar hverjar orðnar eins og þær eru á þurrkasumri í ágúst en júní var bara að byrja svo þetta lofar ekki góðu. Veiðimenn eru líklega að biðja um rigningu á suður og vesturlandi á sama tíma og veiðimenn á norður og austurlandi yrðu bara þakklátir fyrir að fá smá sól og kannski ef Guð lofar tveggja stafa hitatölur? Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði 40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Veiði Haustveiði á laxi í höfuðborginni gengur vel Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði
Laxveiðin hófst á laugardaginn í Þjórsá og hún eins og nokkrar aðrar laxveiðiár þarf víst ekki að hafa of miklar áhyggjur af vatnsleysi í sumar. Þær ár sem veiðimenn geta treyst á varðandi vatn eru til dæmis Þjórsá, Blanda, Ytri og Eystri Rangá, Sogið, Skjálfandafljót og Jökla, þetta er ekki tæmandi listi en þessar kannski þekktastar. Það er deginum ljósara að dragárnar á vesturlandi gæti átt ansi erfitt sumar í vændum þar sem það hefur ekki ringt að nokkru nemi allan maí mánuð og það stefnir í 7-10 daga þurrk í viðbót. Árnar eru þegar farnar að finna vel fyrir þessu og það er varla nokkur sem man eftir Norðurá í jafn litlu vatni þegar opnun brestur á eins og núna. Norðvesturland er líka búið að vera ansi þurrt og það er sama sagan þar, árnar margar hverjar orðnar eins og þær eru á þurrkasumri í ágúst en júní var bara að byrja svo þetta lofar ekki góðu. Veiðimenn eru líklega að biðja um rigningu á suður og vesturlandi á sama tíma og veiðimenn á norður og austurlandi yrðu bara þakklátir fyrir að fá smá sól og kannski ef Guð lofar tveggja stafa hitatölur?
Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði 40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Veiði Haustveiði á laxi í höfuðborginni gengur vel Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði