Veiði

Stefnir í þurrkasumar í laxveiðiánum

Karl Lúðvíksson skrifar
Á kortinu er að finna upplýsingar frá nokkrum vatnshæðarmælum víða um land. Litur mælisins á kortinu gefur til kynna hvort rennsli árinnar sé mikið (rautt), lítið (blátt/svart) eða venjulegt (grænt).
Á kortinu er að finna upplýsingar frá nokkrum vatnshæðarmælum víða um land. Litur mælisins á kortinu gefur til kynna hvort rennsli árinnar sé mikið (rautt), lítið (blátt/svart) eða venjulegt (grænt).

Júní er nýhafinn og laxveiðin farin af stað veiðimönnum til mikillar gleði en sú gleði gæti orðið skammvinn þegar veðurspár og vatnafar er skoðað.

Dragárnar um allt land eru orðnar vatnslitlar og næstu átta daga er það ekkert að fara að breytast nema síður sé. Um miðja næstu viku er spáð allt að um og yfir 20 stiga hita víða um landið með tilheyrandi brakandi blíðu og þurrki. Þetta er ekki ástand sem veiðimenn eru vanir svona snemma á tímabilinu og þetta getur breytt stöðunnni í mörgum ám til hins verra. Fyrir það fyrsta getur laxinn beðið með að ganga upp þangað til skilyrðin batna, það er ekki óþekkt. Hann getur líka gengið hraðar upp árnar, fundið sér djúpa hylji og lagst þar, það hafa allir veiðimenn líklega séð. 

Staðan er bara ekki góð það verður að segjast alveg eins og er. Á vef veðurstofunnar undir vatnafar má finna þennan áhugaverða pistil sem segir meira en mörg orð. Ef þetta sumar á ekki að verða eitt það erfiðasta í vatni fyrir árnar þarf að koma góður hálfur mánuður af rigningum eins og vesturlandið og suðurland fékk síðasta sumar.

Af vef Veðurstofunnar:

Óvenjulegt rennsliskortið sem nálgast má á vatnafarssíðu Veðurstofunnar. Um allt land mælist ýmist lítið eða mjög lítið rennsli vatnsfalla. Aðaeins "stýrðar" ár eins og Sogið eða lindár (Ytri Rangá) sem nálgast meðallennsli. Dragár um land allt standa lágt, jafnvel mjög lágt og þar sem eru svartir punktar er hlutfallstal rennslis minna en 1%. Ekki hlutfall af meðalrennsli heldur reiknuð raðtala viðkomandi árstíma í mælisafni.

Nú ætti vorleysingin að hafa verið í hámarki að undanförnu væri allt með felldu. Öðru nær. Snjó tók upp að mestu upp í 800-1.200 m hæð í apríl. Þokkalegar rigningar sunnantil framan af maí, en annars verið þurrt og nánast alveg úrkomulaust utan Austurlands síðurstu tvær til þrjár vikurnar.

Norðuráin er komin niður í 3,1 til 3,4 rúmmetra á sekúndu. Meira og minna allur snjór löngu bráðnaður á upptakasvæðunum á Holtavörðuheiði þetta vorið og jarðvegur tekinn að þorna því til viðbótar. Ekki rignir næstu dagana og rennslið fer væntanlega niður fyrir þriggja rúmmetra þröskuldinn. Bið verður á alvöru laxagöngum.

Þó sólin skíni á hájöklana er lítil sem engin bráðnun þar. Það er alvanalegt framan af júní. Frost er þar uppi og endurkast frá hinum miklu jökulhvelum. Jökulsá á Fjöllum er með hlutfallstölu 5% og Austari Jökulsá Héraðsvatna 1%. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.