Makamál

Ástin á götunni: Best ef konan færi á skeljarnar

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Viðmælendur Makamála veittu frábær svör um um sambönd, rómantík og ástina í sumar.
Viðmælendur Makamála veittu frábær svör um um sambönd, rómantík og ástina í sumar. Vísir

Á sumrin þegar grasið verður grænna og himininn blárri er ekki laust við að loftið lykti af rómantík og þrá. Við verðum rjóðari í kinnum, kaupum ís, klæðumst bjartari litum og lendum jafnvel í spennandi ævintýrum. 

Þetta er einnig tími breytinga og eru stór kaflaskil í lífi fólks tíðari. Á vorin er tíðni sambandsslita aldrei eins há meðan sumrin eru tími nýrra ástarævintýra og sambanda.

Makamál kíktu eitt sólríkt hádegi í maí í miðbæ Reykjavíkur og spurði fólk um sambönd, rómantík og ástina. Þegar kom að því hvor makinn eigi að biðja um hönd hins voru ekki allir á sama máli.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.