Innlent

Baráttuandi í bænum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eins og sjá má kom fjöldi fólks saman á Ingólfstorgi á baráttudegi verkalýðsins.
Eins og sjá má kom fjöldi fólks saman á Ingólfstorgi á baráttudegi verkalýðsins. vísir/friðrik þór

Fjöldi fólks kom saman á Ingólfstorgi í dag á útifundi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí.



Fundurinn hófst klukkan 14:10 og ræðumenn voru þær Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.



Tónlistarmennirnir GDRN og Bubbi tróðu svo upp en Þórarinn Eyfjörð var fundarstjóri.



Baráttuandi var í bænum eins og viðeigandi er á þessum degi en hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá hátíðahöldunum á Ingólfstorgi.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, voru á meðal ræðumanna.vísir/kristín ýr
Bubbi Morthens sést hér troða upp á útifundinum í dag.vísir/friðrik þór
Fjöldi verkalýðsfélaga tók þátt í dagskránni á Ingólfstorgi í dag.vísir/kristín ýr
Kröfur verkalýðsins eru margs konar og snúast ekki bara um betri laun og vinnutíma.vísir/kristín ýr
Kunnuglegt slagorð sást á torginu í dag.vísir/kristín ýr
Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur léku í göngunni þegar farið var frá Hlemmi niður á Ingólfstorg.vísir/kristín ýr

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×