Körfubolti

Kristinn framlengir við Njarðvík

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristinn ásamt Kristínu Örlygsdóttur, formanni körfuknattleiksdeildar, og Brenton Birmingham varaformanni.
Kristinn ásamt Kristínu Örlygsdóttur, formanni körfuknattleiksdeildar, og Brenton Birmingham varaformanni. mynd/umfn

Njarðvíkingar halda áfram að ganga frá lausum endum fyrir komandi tímabil í Dominos-deild karla.

Nú hefur Kristinn Pálsson framlengt samningi sínum við Njarðvíkinga út næstu leiktíð. Logi Gunnarsson, Maciej Baginski og Jón Arnór Sverrisson höfðu áður skrifað undir nýjan samning við félagið.

Kristinn er 21 árs gamall og þótti lengi eitt mesta efni Íslendinga í íþróttinni.

Hann náði sér þó ekki alveg á strik síðasta vetur þar sem hann var með 6 stig, 3,6 fráköst og 1,6 stoðsendingu að meðaltali í leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.