Hraunsfjörður fer að vakna Karl Lúðviksson skrifar 8. apríl 2019 12:53 Bleikjurnar í Hraunsfirði geta verið vænar. Mynd: Veiðikortið Hraunsfjörður er vinsælt veiðivatn enda er á góðum degi hægt að gera mjög fína veiði þar og það skemmir ekkert fyrir að fiskurinn getur verið vænn. Besta veiðin í vatninu er yfirleitt í júlí og ágúst en vorveiðin getur engu að síður oft verið ágæt en hún fer auðvitað mikið eftir veðri. Í vatninu er mest sjóbleikja en einnig stöku urriði og lax. Þegar vorin eru góð fer sjóbleikjan oft að taka ágætlega en það þarf engu að síður oft nokkra þolinmæði og ástundun til að ganga vel í vatninu. Bleikjan getur nefnilega eins og veiðimenn þekkja verið ansi dyntótt og takan kemur í skotum. Það hefur þó yfirleitt verið best í rólegu veðri á hlýnandi dögum en það er einmitt það sem er væntanlegt samkvæmt spánni en í litlum skrefum þó. Hraunsfjörður er hluti af Veiðikortinu. Mest lesið Lokatölur úr Andakílsá Veiði Guð er í nótt á Þingvöllum Veiði SVFR framlengir við Norðurá Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði 75 sm urriði úr Laxárdalnum Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði Sá stærsti úr Selá í sumar Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði
Hraunsfjörður er vinsælt veiðivatn enda er á góðum degi hægt að gera mjög fína veiði þar og það skemmir ekkert fyrir að fiskurinn getur verið vænn. Besta veiðin í vatninu er yfirleitt í júlí og ágúst en vorveiðin getur engu að síður oft verið ágæt en hún fer auðvitað mikið eftir veðri. Í vatninu er mest sjóbleikja en einnig stöku urriði og lax. Þegar vorin eru góð fer sjóbleikjan oft að taka ágætlega en það þarf engu að síður oft nokkra þolinmæði og ástundun til að ganga vel í vatninu. Bleikjan getur nefnilega eins og veiðimenn þekkja verið ansi dyntótt og takan kemur í skotum. Það hefur þó yfirleitt verið best í rólegu veðri á hlýnandi dögum en það er einmitt það sem er væntanlegt samkvæmt spánni en í litlum skrefum þó. Hraunsfjörður er hluti af Veiðikortinu.
Mest lesið Lokatölur úr Andakílsá Veiði Guð er í nótt á Þingvöllum Veiði SVFR framlengir við Norðurá Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði 75 sm urriði úr Laxárdalnum Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði Sá stærsti úr Selá í sumar Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði