Innlent

Bein útsending: Ríkisráð fundar á Bessastöðum

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir verður í beinni frá því þegar ráðherra mæta til Bessastaða.
Vísir verður í beinni frá því þegar ráðherra mæta til Bessastaða.

Ríkisráð, sem forseti Íslands og ráðherrar í ríkisstjórn skipa, mun funda á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti á fjórða tímanum í dag að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, muni taka við dómsmálaráðuneytinu tímabundið. Mun hún sinna öllum ráðuneytunum samhliða.

Mun Vísir verða í beinni útsendingu fyrir fundinn á Bessastöðum. 

Sigríður Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær og beið Sjálfstæðisflokknum það verkefni að finna eftirmann hennar í stöðuna. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, fundaði með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í alþingishúsinu klukka 14:30 í þinghúsinu í dag þar sem hann kynnti tillögu sína að ráðherraskipan fyrir þingflokknum. 

Uppfært 16:40: Útsendingunni er nú lokið, en viðtal við Þórdísi Kolbrúnu má finna hér, Katrínu Jakobsdóttur hér, og viðtal við Sigríði Andersen hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.