Bíó og sjónvarp

Fyrsta stiklan úr nýrri þáttaröð af Killing Eve

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sandra Oh fékk Emmy-verðlaun á dögunum.
Sandra Oh fékk Emmy-verðlaun á dögunum.

Þættirnir Killing Eve hófu göngu sína á síðasta ári og voru þeir á dagskrá Stöðvar 2. Þættirnir slógu rækilega í gegn en þær Sandra Oh og Jodie Comer fara með aðalhlutverkin.

Í næsta mánuði hefst önnur þáttaröðin, nánar tiltekið 14. apríl. Á dögunum kom út ný stikla úr seríunni en Sandra Oh vann til að mynda til Emmy-verðlauna fyrir hlutverk sitt í þáttunum.

Fyrsta þáttaröðin er öll aðgengileg á Stöð 2 Maraþon en hér að neðan má sjá nýtt brot úr næstu seríu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.